Það heyrir til undantekninga að mig dreymi (þ.e. að ég muni eftir því) en síðustu nætur hefur mig dreymt meira en mörg síðustu ár samtals. Skil ekkert í þessum ósköpum. Sumir draumarnir eru reyndar augljóslega vinnutengdir; draumurinn sem byggist á hvítum fleti með svörtu mynstri (stökkbreyttu letri?) sem hluti er svo skorinn út úr tengist frekar augljóslega öllu fylgiskjalaföndrinu.
Veit hins vegar ekki alveg með drauminn þar sem ég er ásamt einhverjum á flótta undan morðóðum brjálæðingum sem reyna að komast yfir dýrgrip sem við gætum eins og sjáaldurs auga okkar. Kannski er dýrgripurinn íslensk tunga og morðóðu brjálæðingarnir málsóðar. Hmmm...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli