þriðjudagur, 26. apríl 2005

Enn meira bíó:

Vera Drake var mjög góð að mörgu leyti, leikurinn, umhverfið, samfélagshliðin o.fl. Persónurnar voru hins vegar of flatar og einfaldar fyrir minn smekk. Í öðrum Mike Leigh myndum sem ég hef séð hefur verið dregið vel fram hvernig einfeldningslegar persónur eru ekkert síður flóknar og sympatískar en annað fólk - en ekki alveg eins í þessari og mér fannst það mikil synd, sérstaklega hvað varðaði Veru sjálfa. Ég geri t.d. ráð fyrir að erfiðleikar hennar við að tjá sig um gjörðir sínar og skilgreina þær eigi að sýna hvað lífsviðhorf hennar hefur verið einfalt: hjálpsemin er upphaf og endir alls, hún setur hlutina ekki í víðara samhengi - en þessi ofuráhersla á hið einfeldningslega truflaði mig; mér fannst hún gera spurninguna um hvort Vera gerði rétt eða rangt of veigamikla og draga úr gagnrýninni á ólíka möguleika ríkra og fátækra sem þó er veigamikill hluti af myndinni og vel sett fram að mörgu leyti (kaflinn um ríku stelpuna var t.d. mjög snyrtilegur).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli