Það er kominn tími til að halda áfram að blogga um bíóferðir:
Melinda & Melinda fannst mér mjög góð. Fyndið hvernig Woody Allen er að sumu leyti að kommenta á eigin höfundarverk; hann hefur svo oft leikið sér að mörkunum milli hins kómíska og tragíska og nú tekur hann þau konkret fyrir sem umfjöllunarefni. Ég var hæstánægð með útkomuna. Í sumum dómum hefur verið kvartað mikið yfir því að kómedían sé ekki nógu kómísk og tragedían ekki nógu tragísk - en mér fannst það einmitt kostur og undirstrika hvað það getur verið stutt á milli. Mörg samtölin í kómedíska hlutanum hefðu t.d. getað verið tragísk ef þau hefðu verið leikin á annan hátt og öfugt.
Sem betur fer tókst mér að komast á aðra af tveimur sýningum í Regnboganum þannig að ég losnaði við að gera mér ferð í fjarlægt sveitarfélag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli