mánudagur, 13. júní 2005

Föndurhornið:
Spurt var hvernig maður klæði sig eins og þorskastríð.

Svar: Möguleikarnir eru án efa óþrjótandi en hér er einn þeirra:
  • Takið ykkur í hönd skæri og karton í lit/litum að eigin vali.
  • Klippið út eitthvað sem líkist fiskum mátulega mikið.
  • Nælið fiskana á fötin sem þið hyggist klæðast (t.d. stuttan svartan kjól).
  • Farið í kjólinn.
  • Farið einnig í netsokkabuxur. Þær eru augljóslega troll.
  • Hengið skæri utan á ykkur (t.d. í band um hálsinn). Þau eru auðvitað togvíraklippur.
Flóknara er það nú ekki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli