Það var gott og gaman að komast norður, og fermingarbarnið var til fyrirmyndar. Ferðin var reyndar sérlega eftirminnileg því fermingarmessan í Skútustaðakirkju var vægast sagt söguleg af ýmsum ástæðum sem ekki verða útlistaðar hér nema fyndnasti parturinn: mismæli prestsins þegar hann reyndi að útskýra hvernig altarisgangan færi fram og sagðist myndu vera með 'niðurdýfingarskírn'. Ég átti mjög erfitt með mig fyrir niðurbældu flissi.
En fyrst ég nefni altarisgöngu má nefna að það er ekki venja að margir aðrir fari til altaris í kirkjunni en þeir sem beinlínis neyðast til að fara með fermingarbörnunum og það finnst mér góð hefð. Mývetningum finnst ógeðsleg tilhugsun að éta mannshold og drekka blóð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli