mánudagur, 18. júlí 2005

Rom er yndisleg en ein helgi er alltof stuttur timi til ad kynnast borginni. Naest aetla eg helst ad vera a.m.k. viku.

Eg var bysna dugleg vid hefdbundin turistastorf, skodadi spaensku troppurnar (ollu vonbrigdum, en kirkjan fyrir ofan thaer var reyndar umkringd stillonsum sem spillir oneitanlega utlitinu), for ad Colosseo og Forum romanum (keypti ekki adgang i thetta skiptid, thad bidur thar til naest); held ad best se ad ganga ad Colosseo eda taka straeto thangad til ad sja thad fyrst ur fjarlaegd. Thegar madur kemur beint ut af nedanjardarlestarstodinni er alltof aberandi hvad thad er illa farid. En thad er samt tilkomumikid - og tvimaelalaust fjarskafallegt. Skodadi lika Peturskirkjuna (falleg), thad gekk bysna greitt ad komast thangad inn, thratt fyrir vopnaleit, en hins vegar beid eg hatt i klukkutima i rod eftir ad klifra upp i kupulinn. Thad var tho stutt bidrod midad vid sumar adrar; eg var i Peturskirkjunni a sunnudaginn - en a laugardaginn hafdi eg bedid taepa tvo tima i rod fyrir utan Vatikan-sofnin. Sem betur fer var eg med bok i toskunni. Inni i sofnunum var sidan vida mikill trodningur og ogrynni af leidsogumonnum sem aeptu hver i kapp vid annan - thannig ad thegar komid var i Sixtinsku kappelluna undir lokin var eg ordin frekar luin og flytti mer ut eftir ad hafa virt hana lauslega fyrir mer. En i sofnunum var audvitad margt fallegt ad sja og eg er anaegd med ad hafa farid thangad thratt fyrir allt.

Bidradir, ja. A sunnudagsmorguninn stod eg naestum 1,5 klst i bidrod a lestarstodinni til ad koma farangrinum minum i geymslu. Eg hafdi akvedid ad fara med farangurinn thangad frekar en fa ad geyma hann a hotelinu, ef ske kynni ad eg yrdi taep a tima um kvoldid thegar eg thyrfti ad na lestinni, en thad var greinilega vanhugsad. Svosem logiskt ad thad se mikid ad gera i farangursgeymslunni a thessum tima, thvi allir fara audvitad af hotelunum a svipudum tima - en samt ... Einn og halfur timi! - Thad bjargadi malunum gjorsamlega ad eg hafi keypt nyju Harry Potter bokina daginn adur; lesturinn fekk timann i bidrodinni til ad lida mun hradar en ella. Eg las Harry Potter lika i bidrodinni i Peturskirkjunni. Man ekki hver afstada Vatikansins er til HP, en thad er vaentanlega a moti svona galdrakukli, thannig ad mer fannst thetta vel valinn stadur til ad lesa bokina. Seinna um daginn - thegar mer fannst eg buin ad vera nogu mikid theytispjald - fann eg mer indaelis almenningsgard og helt lestrinum afram. Thad eru mjog finir gardar i Rom. Klaradi bokina svo i lestinni um kvoldid.

Fyrirfram hafdi eg akvedid ad reyna ad ganga ekki fram af mer thessa helgina, heldur vera dugleg ad taka straeto og lestir - og eg helt mig vid planid ... stundum ... ekki alltaf ... alls ekki alltaf ... thad er nefnilega svo gaman ad ganga um Rom. Serstaklega a kvoldin, a fostudagskvoldid (thegar eg hafdi aetlad ad hafa mig haega og fara snemma ad sofa) gekk eg t.d. um Trastevere thar sem er otrulega mikill grodur (eins og reyndar mjog vida i borginni), for svo yfir ad Vatikaninu (Peturstorgid er ekkert serlega ljott ad kvoldlagi), og svo yfir i Centro storico thar sem eru torg uti um allt af ollum staerdum og gerdum og oteljandi gosbrunnar; eg er mjog hlynnt ollum thessum gosbrunnum i Rom. I svona umhverfi gleymist timinn audveldlega og haegur vandi ad rafa endalaust um.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli