Fjórði dagur eftir heimkomu og ástar-haturs-sambandið við þetta land er ennþá afgerandi hatursmegin.
Ég ætlaði að lífga upp á tilveruna með því að lesa nýja Bridget-pistilinn í Independent, en þegar ég reyndi að kaupa aðgang fór allt í hönk. Þurfti að skrá inn helling af upplýsingum, og skrifaði heimilisfangið mitt fyrst með 'th' í staðinn fyrir 'þ'. Þá tilkynnti síðan öryggisvandamál; þetta virtist ekki stemma við kortaupplýsingarnar. Mér fannst ágætis tilhugsun að tékkið væri svona öflugt, en þegar ég skrifa heimilisfangið upp á íslensku fæ ég villumeldingu og er sagt að heimilisfangið þurfi að vera lengra en fjórir bókstafir. Síðan hvenær eru minna en fjórir bókstafir í "Þjórsárgata 1"? Ég er búin að senda fyrirtækinu sem sér um þetta tölvupóst og reyna að segja þeim kurteislega að síðan þeirra kunni ekki að telja og ætla rétt að vona að þetta reddist. Ég vil fá Bridget!
Það eina jákvæða við daginn er fiskurinn sem ég borðaði í Ostabúðinni í hádeginu. Hann var mjög góður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli