Mér finnst nýja strætókerfið stórfínt. Mér er meira að segja alveg sama þótt það sé pínulítið óhentugra fyrir mig að taka strætó beint í vinnuna en áður því það er miklu fljótlegra og þægilegra að komast allt annað. (Ég þarf hvort eð er ekkert endilega að taka strætó í vinnuna, það er ágætt að ganga þangað). Þegar ég ber saman ferðir á alla gömlu vinnustaðina mína - sem eru úti um allan bæ - í gamla og nýja kerfinu, þá er nýja kerfið alltaf betra og oftast miklu betra. Það var alveg kominn tími til að stokka þetta upp og mér blöskrar alveg hvernig blöðin hafa látið eins og þetta sé allt ómögulegt og katastrófískt.
Þetta var jákvæði punktur vikunnar - sko, ég er ekkert í fýlu yfir öllu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli