Tómarúmið sem skapaðist í lífi mínu þegar bókmenntahátíðinni lauk hefur verið fyllt með vinnu. Nú er víst komin kvikmyndahátíð en ég er ekkert farin að komast á hana enn. Hugga mig við það að ég sá tvær af hátíðarmyndunum í Danmörku/Þýskalandi í fyrra: danska pólitíska þrillerinn Kongekabale, og þýsk-tyrknesku myndina Gegen die Wand. Get mælt með báðum (ef einhverjar sýningar eru eftir). Hef samt smá áhyggjur af því að íslenska hléið eyðileggi Kóngakapal: það er svo flott stígandi í myndinni sem hléið gæti farið illa með.
Ég verð að fara að komast eitthvað í bíó núna. En hvernig er það, er þessi hátíð ekki að klárast? Ætli mér mistakist alveg að sjá eitthvað?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli