miðvikudagur, 19. október 2005
mánudagur, 17. október 2005
föstudagur, 14. október 2005
Á Mýrargötu er verið að selja gamlan lager frá Þorsteini Bergmann. Ég var glöð þegar ég frétti það, því þetta er ein af uppáhaldsbúðunum mínum, og enn glaðari eftir að ég er búin að fara þangað. Keypti ótrúlegustu hluti, suma hagnýta og aðra ekki svo hagnýta en þeim mun skemmtilegri. Ég var næstum búin að kaupa skelfilega baðvog, bara vegna þess hvað hún var ljót (gyllt umhverfis talnaskífuna og blár feldur undir fæturna) en tókst þó að hemja mig, enda fann ég nóg annað dásamlegt. Þetta er það merkilegasta:
- form til að sjóða egg í svo það líti út eins og blóm,
- nestistaska úr bláu plasti með nestisboxi, tveimur hitabrúsum, og lítilli flösku (sem er trúlega fyrir mjólk eða áfengi, eftir því hvort manni finnst betra út í kaffið),
- tveggja hæða kökudiskur úr plasti með villtu blómamunstri (þó í dempuðum litum) - hann er mjög fallega ljótur,
- ferðasnyrtiveski með skærum, naglaþjöl, spegli, plokkara, tannburstahylki, sápuhylki, naglabursta, fatabursta, skójárni og tveimur apparötum sem gætu bæði verið ætluð til að vesenast í naglaböndum, en annað gæti líka hæglega verið eyrnaskefill,
- lítill grillofn, fullkominn fyrir ostabrauð (og jafnvel crème brûlée) - ætla rétt að vona að ég fái snúru í hann.
mánudagur, 10. október 2005
laugardagur, 8. október 2005
fimmtudagur, 6. október 2005
Tómarúmið sem skapaðist í lífi mínu þegar bókmenntahátíðinni lauk hefur verið fyllt með vinnu. Nú er víst komin kvikmyndahátíð en ég er ekkert farin að komast á hana enn. Hugga mig við það að ég sá tvær af hátíðarmyndunum í Danmörku/Þýskalandi í fyrra: danska pólitíska þrillerinn Kongekabale, og þýsk-tyrknesku myndina Gegen die Wand. Get mælt með báðum (ef einhverjar sýningar eru eftir). Hef samt smá áhyggjur af því að íslenska hléið eyðileggi Kóngakapal: það er svo flott stígandi í myndinni sem hléið gæti farið illa með.
Ég verð að fara að komast eitthvað í bíó núna. En hvernig er það, er þessi hátíð ekki að klárast? Ætli mér mistakist alveg að sjá eitthvað?
Ég verð að fara að komast eitthvað í bíó núna. En hvernig er það, er þessi hátíð ekki að klárast? Ætli mér mistakist alveg að sjá eitthvað?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)