Eg er komin frekar langt a eftir i thessu ferdabloggi Komst ekki i tolvu i gaerkvold eftir mjog goda leikhusferd - en thad er ekki timabaert ad segja fra henni enn. Nu er thad dagur 3 (sun. 21/5). Tha var eg frekar luin thegar eg vaknadi thannig ad eg akvad ad taka thad mjog rolega framan af. A leidinni i morgunmat haetti eg vid ad kaupa sunnudagsutgafuna af NY Times thvi hun var svo svakalega thykk - en thegar eg gekk framhja naesta bladasala a eftir skipti eg um skodun, komst ad theirri nidurstodu ad thad sem mig vantadi vaeri einmitt ad hanga yfir dagbladinu fram eftir degi. Sem eg og gerdi - fyrst a storgodu kaffihusi og sidan a ymsum stodum i Central Park. Uppahaldsstadurinn thar enn sem komid er heitir Hernshead - thar sat eg a klettum sem standa fram i "Vatnid" svokallada ("The Lake") langalengi. (Nafngiftir vatna og tjarna i Central Park eru annars einstaklega ofrumlegar: The Lake, The Reservoir o.s.frv. Alveg eins og islensk tiska sidustu ara: Salurinn, Bladid o.s.frv.)
Eftir sunnudagsbladslesturinn og mannlifsskodun i Central Park dreif eg mig a Museum for National History. Ymsir partar af thvi fannst mer fremur daudyflislegir, serstaklega thjodfraedasalirnir og megnid af dyrasolunum, en thad var gaman ad sja risaedlubeinagrindurnar, enda hef eg ekki sed svoleidis adur. Jardfraedi- og geimhlutinn var lika finn og geimbioid bysna flott.
Ad thessu loknu thurfti eg audvitad ad fara a Lennon-slodir, semsagt ad Dakota-byggingunni. Thar var eg ekki eini turistinn. Eg reyndi ad lata litid a myndavelinni bera en storefa ad thad hafi tekist. Og svo la leidinn aftur inn i Central Park, a hina svokolludu Strawberry Fields. Imagine-mosaikid er nu ansi flott og gefur gott tilefni til ad staldra vid og hugsa adeins.
Sidan for eg nidur i Chelsea, keypti mida a danssyninguna sem eg sagdi fra adur, og thvaeldist um hverfid fram ad henni, fekk mer ad borda og svoleidis. Danssyningin var algjort aedi eins og eg var buin ad utlista. Eg er enntha uppnumin yfir henni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli