fimmtudagur, 18. maí 2006
Ég er í ferðatöskuákvörðunarvanda. Farangurinn minn verður ekki mikill að vöxtum en mér finnst hins vegar líklegt að ýmislegt bætist við í ferðinni (þótt ég hafi engin sérstök innkaupaplön getur ýmislegt gerst "óvart" á tíu dögum). Spurningin er: Á ég að gera ráð fyrir að mikið bætist við og drösla með mér ferðatösku í venjulegri stærð (með örfáum flíkum hringlandi) - eða á ég bara að fara með litlu ferðatöskuna mína meira en hálftóma og kaupa nýja tösku úti ef hún dugar ekki fyrir heimleiðina (þótt ég eigi alveg nógu margar ferðatöskur)? Ég hef rúmlega hálfan sólarhring til að ákveða mig. Mér gæti tekist að fara í marga ákvörðunarhringi á þeim tíma.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli