fimmtudagur, 17. ágúst 2006

Ég gæti næstum gefið út dánarvottorð fyrir þetta blessað blogg - en þá myndu hlutirnir örugglega snúast upp í andhverfu sína og ég færi að blogga stanslaust. Þannig að ég sleppi öllum yfirlýsingum, það kemur bara í ljós hvort og/eða hvenær þessi bloggsíða lognast alveg út af. Ég á allavega ekki eftir að blogga núna um helgina því ég verð fyrir norðan í göngum (óvenju snemma í ár). Blessað lambakjötið.

Annars er ég búin að vera agalega dugleg að sortera myndirnar mínar og nú eru myndir úr Vestfjarðaferðinni í júní komnar inn á flickr-síðuna mína og líka slatti af myndum frá Grænavatni og úr frábæru ferðalagi í Borgarfjörð eystri. Tónleikarnir með Belle and Sebastian voru hápunktur sumarsins, ef ekki ársins - að minnsta kosti. Í tilefni af því er hér mynd af Stuart Murdoch á tónleikunum í Bræðslunni í Bakkagerði:

Stuart Murdoch

Engin ummæli:

Skrifa ummæli