sunnudagur, 3. desember 2006
Það hlýtur að vera lygi að desember sé byrjaður - ég hélt að það væri rétt komið haust. Reyndar er ekkert nýtt að mér gangi misvel að tengja mig við tímann og tímann við mig en þetta hefur allt verið óvenjumikið á skjön síðustu mánuði. Sumarfrí í september fer greinilega illa með tímaskynið. Síðan ég kom úr fríinu hef ég heldur ekki náð að hugsa um mjög margt nema vinnuna og öðru hverju inn á milli kúrsinn sem ég hef verið í uppi í háskóla, sem er einhver besti og skemmtilegasti kúrs sem ég hef tekið - eini gallinn er að honum lýkur á morgun og það með munnlegu prófi. Ég sveiflast milli þess að vera annars vegar frekar afslöppuð yfir því og hins vegar vel stressuð og fullviss um að allt fari í steik. Kannski ég fái tilfelli um miðnætti, lesi og undirbúi mig langt fram á nótt, mæti hroðalega illa sofin í prófið og klúðri því þess vegna. Það væri sérlega bjánalegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli