þriðjudagur, 6. febrúar 2007

Fornöfn eru ágæt en öllu má nú ofgera. Í bók sem ég er að lesa er textinn á köflum svo morandi í fornöfnum (aðallega pfn. en í bland eru nokkur afn. og efn.) að ætla mætti að þetta væri málfræðiæfing fyrir skólabörn. Hér er dæmi:

"Hann hjálpaði henni að flytja og hringdi í hana reglulega næstu vikur til að heyra í henni hljóðið. Kannski fannst henni hann vera að sinna sér eins og hann sinnti viðskiptavinum sínum en samt talaði hún við hann og reyndi að vera eins lífleg í rómnum og hún gat."

Getraun dagsins er: Hver er bókin?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli