Gleðilegt sumar! Ég lifði veturinn af þótt bloggið hafi eiginlega ekki gert það - en nú blæs ég kannski í það agnarlitlu lífi um stundarsakir svo ég geti fagnað fimm ára bloggafmælinu í maí. Það er ómögulegt að glutra niður tækifæri til að gleðjast yfir einhverju. Ég tók t.d. þá stefnu að gleðjast yfir hverju einasta skipti sem vorið kemur. Þá gefast mörg fagnaðarefni á hverju ári.
Í dag lék ekki nokkur vafi á því að sumarið væri komið (a.m.k. í bili) því ég rakst á Iðunni niðri í bæ og hún var í gulum sokkabuxum. Það er hefðbundið merki um sumarkomuna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli