mánudagur, 11. júní 2007

Bókin í handtöskunni

Næsta Ísfólksspurning birtist ekki fyrr en í kvöld - en til að eitthvert efni á þessari síðu verði við hæfi annarra en Ísfólksaðdáenda verður nú að nýju spurt út úr því sem ég er að lesa hverju sinni (öðru en Ísfólkinu). Sú getraun getur kallast "bókin í handtöskunni". Eftirfarandi tilvitnun er einmitt úr bók sem ég ber með mér um bæinn nú um stundir - hver er hún?

"Eins og ég hef stundum sagt, þá eru menntamenn eins og hljóðön: Með því að greina sig frá öðrum er tilvist þeirra tryggð."

Mikið er "hljóðan" annars ljótt í fleirtölu. "Fónem" er mun laglegra.

- - - - -

1. vísbending (kl. 18.56):
Bókin er þýdd.

2. vísbending (12. júní kl. 10.25):
Frummál textans er franska.

3. vísbending (12. júní kl. 19.37):
Höfundurinn var fræðimaður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli