- Spurningarnar verða sennilega tíu. Þær geta samt alveg orðið fleiri eða færri eftir því hvernig ég verð stemmd.
- Ný spurning verður ekki borin upp fyrr en þeirri næstu á undan hefur verið svarað. (Miðað við hvað svörin hafa borist fljótt er sennilega takmörkuð hætta á að þetta tefji fyrir.) Að öðru leyti verður engin regla á því hvenær spurningarnar birtast; það er svosem líklegt að oftast verði það á kvöldin en þó er engu að treysta.
- Eitt stig fæst fyrir fyrsta rétta svarið við hverjum lið spurningar. Ekki er nauðsynlegt að svara öllum liðum spurningarinnar rétt til að fá stig. - Að auki er hugsanlegt að bónusstig verði gefin fyrir ítarefni eða sérlega skemmtileg svör. Við mat á því ráða eingöngu duttlungar spurningahöfundar.
- Verðlaun eru óákveðin en meðal þess sem kemur til greina er eintak af 35. bók, Myrkraverk (ég á tvö). Eða 34. bók, Konan á ströndinni, á norsku (Kvinnen på stranden). Eða eitthvað annað. Ég tími þó ekki danska eintakinu af 4. bók sem á íslensku heitir Vonin, á dönsku Arvingen en Tisteln á frummálinu.
Í stuttu máli: Þetta verður tilviljanakennt og duttlungafullt. Jamm.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli