föstudagur, 26. júlí 2002

Mæli með nýjasta svarblogginu hennar Svansýjar í viðureigninni við Köttinn sem er enn að velta fyrir sér norðlenskunni, þótt hann sé reyndar búinn að teygja Norðurlandið yfir á Vopnafjörð sem er ákaflega frumleg landafræði. (Vopnafjörður var nefnilega á Austurlandi síðast þegar ég vissi.)

Þar sem Svansý er í góðri æfingu að fara með „útlendinga“ um Norðurlandið eftir japönsku ferðina um daginn (hvenær kemur annars ferðasagan?) legg ég til að hún skipuleggi ferð fyrir Köttinn og Sverri. Ég skal vera aðstoðarleiðsögumaður, og er viss um að fleiri og ennþá fleiri eru til í að leggja hönd á plóginn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli