Sammála Ármanni um að fólk láti raunveruleikann þvælast alltof mikið fyrir daglegu lífi. Það var til dæmis óheyrileg afturför þegar hætt var að kalla þorrablót Mímis því nafni með þeim rökum (eða rökleysu) að hátíðin væri jafnan haldin á góu og þar væri ekki etinn þorramatur. Hverjum er ekki sama um svoleiðis smáatriði?
Ármanni til fróðleiks má annars geta þess að í Menntaskólanum á Akureyri tíðkaðist á minni tíð — og tíðkast trúlega enn — að halda 1. des hátíðlegan á föstudegi, sama upp á hvaða dag hann bar í raun og veru. Fyrsti des var þannig iðulega 30. nóv. eða eitthvað álíka. Svona er norðlensk menning háþróuð!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli