Á vinnustaðnum mínum eru næstum allir í sumarfríi, þannig að ég lendi í einkennilegustu verkefnum. Til dæmis að prófarkalesa Andrés önd og kennslubók í stærðfræði. Það má vart á milli sjá hvort er einkennilegra. Auðvitað ætti ekkert að gefa Andrés út á íslensku — hann er margfalt betri á „frummálinu“ (þ.e. dönsku).
En það er alla vega nóg að gera.
Hins vegar er greinilegt að Ármann og Sverrir hafa ekkert að gera því sjaldan hefur önnur eins ofvirknisering sést í bloggheimum. Ármann er auk þess búinn að uppnefna næstum alla hlekkina sína, sem er reyndar gott mál. Uppnefni geta verið skemmtileg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli