fimmtudagur, 15. ágúst 2002

Sjónvarpshandbókin var að koma inn um bréfalúguna hjá mér. Þar komst ég að því að sunnudaginn 25. ágúst kl. 20 er þáttur á dagskrá Ríkissjónvarpsins sem lýst er svo: „Árni Johnsen hefur umsjón með þættinum Bundinn er bátlaus maður sem er ferðasaga frá Færeyjum.“ Veit ekki hvort ég á að hlæja að þessu eða gráta. En það er ljóst hvar fáránleikaverðlaun mánaðarins eiga heima.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli