Þessi helgi er sú fyrsta í óratíma sem leyfir mér að sofa rækilega út og slappa af – þ.e. án nokkurs samviskubits. Engin vinna, engin aukaverkefni, bara eintóm rólegheit. Þegar ég kom mér á fætur í dag (eftir langan og góðan svefn) íhugaði ég um stund að sýna nú dug (þó varla djörfung og hug), taka rækilega til og skúra jafnvel gólfin. En eitt er að langa til að gólfin séu nýskúruð, annað að nenna að skúra. Þannig að ég fór á þvæling um bæinn, á kaffihús, annað kaffihús og enn annað kaffihús. Ákaflega ljúft.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli