Áðan gekk ég meðfram Ægissíðunni, góndi upp í himininn og óskaði þess að það yrði rafmagnslaust svo maður sæi stjörnurnar og norðurljósin almennilega. Eða að ég væri komin langt, langt í burtu, eitthvað þar sem engin ljósamengun byrgði manni sýn. Hvenær fer Óríon annars að láta sjá sig? Ég bíð eftir Óríon!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli