þriðjudagur, 21. janúar 2003
Hildigunnur er mývetnsk mær, nánar tiltekið úr Garði. „Garsar“ hafa aldrei verið þekktir fyrir að vera illa máli farnir og Hildigunnur er enginn ættleri. Einhver snillingurinn hefur meira að segja fundið upp á því að stofna trúfélagið Munnsöfnuðinn þar sem hún er í dýrlingatölu (ásamt Kolbeini kafteini)! Það kemur því ekki á óvart að hún er afbragðs bloggari. En ég er ekki laus við áhyggjur yfir nýjustu færslunni hennar. Hildigunnur, íslenska, þar á meðal íslensk bókmenntasaga, er skemmtileg námsgrein. Það er hreinlega ein af staðreyndum lífsins – vei þeim sem reyna að halda öðru fram í mín eyru!!! Það liggur við að ég hóti þér aukakennslu næst þegar ég kem norður!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli