Svefninn hjá mér er enn í rugli. Í gærkvöld fór ég yfir stóran stafla af heimaverkefnum nemenda minna; byrjaði mun seinna en ég ætlaði og svo tók þetta drjúgum lengri tíma en ætlunin var þannig að ég fór skelfilega seint að sofa, sem hafði miður jákvæð áhrif á hæfileika mína til fótaferðar í morgun. Af hverju gerir maður sér þetta? Og síðan lét ég liðið skila öðru heimaverkefni í dag, svo nú er ég komin með annan álíka bunka. Best að drífa í yfirferðinni svo ég komist aðeins fyrr í rúmið í kvöld en gærkvöld (og verði þá vonandi ekki alveg eins úldin í fyrramálið).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli