James Bond, Ronja ræningjadóttir og Snorra-Edda. Hvað á þetta þrennt sameiginlegt (fyrir utan að vera allt óheyrilega skemmtilegt)? Það liggur kannski ekki í augum uppi en engu að síður tókst mér að minnast bæði á Bond og Ronju í kennslu dagsins, sem snerist einmitt um Snorra-Eddu. (Og þetta var í samhengi við efnið! Jú, víst!) Tolkien var hins vegar fjarri góðu gamni í þetta skiptið.
Mér hefur ekki enn tekist að blanda Bráðavaktinni í málið en á eftir að nota fyrsta tækifæri sem gefst. Fyrst ég hafði það af að tengja hana inn í dróttkvæðakennslu í HÍ í fyrra hlýt ég að geta komið henni í samhengi við Snorra-Eddu. Nema ég bíði þangað til kemur að íslenskri málsögu?!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli