Niðurstaðan af vangaveltunum um það hvað gera skyldi í gær varð eftirfarandi: Fór og sótti próförk sem ég á að fara að lesa. Flokkast það ekki undir vinnu að sækja próförkina? (Svo mér finnist ég hafa unnið eitthvað í gær.) Svo fór ég að slæpast. Og dundaði mér og drollaði og hangsaði og gaufaði og slóraði og slæptist langt fram eftir kvöldi. En nú er ég sest við skrifborðið og ætla að vera dugleg að vinna. Er dagurinn í dag ekki sérstaklega langur? Hlýt ég ekki að koma óendanlega miklu í verk?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli