miðvikudagur, 28. maí 2003

Í dag á ég eins árs bloggafmæli. Hátíðahöld í tilefni dagsins verða engin, en ég vona að í kvöld takist mér að mestu að klára fyrirlesturinn minn fyrir landsbyggðarráðstefnuna. Getur einhver útskýrt af hverju mér virðist fyrirmunað að gera hlutina öðruvísi en á síðustu stundu?

Á þessu ári sem liðið er frá upphafi bloggs hef ég annars:
  1. Unnið hjá Alþingi, svo hjá Eddu, þá aftur hjá þinginu, síðan tók líf mitt glænýja stefnu því ég fór að kenna í MH, en nú er kennslan að baki og ég er komin aftur til Eddunnar. En dvölin hér verður tæplega löng.

  2. Hmm ... hvað get ég haft númer tvö? Ja ... það er nú það ...
Einhvern veginn finnst mér fátt standa eftir nema vinnan. Auðvitað hef ég gert ótalmargt skemmtilegt, en það er líka svo margt sem ég hef ekki gert (m.a. af því að ég hef alltaf verið að vinna). Ég hef t.d. ekkert komist áfram í MA-náminu. En það á nú samt eftir að hafast á endanum. Einhvern tíma.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli