mánudagur, 30. júní 2003
sunnudagur, 29. júní 2003
Eftir óralanga bið og mikla mæðu er ég loksins búin að fá nýju Harry Potter bókina. Og lesa hana. Tilveran er allt í einu orðin mun bjartari en áður (ég horfi algjörlega framhjá svartaþokunni fyrir utan gluggann). Ég var farin að halda að Amazon.co.uk ætlaði að svíkja mig, því að á heimasíðunni hjá þeim stóð um eintakið mitt: "dispatching soon" alveg frá föstudegi og fram á miðvikudag. Geðvonskan var orðin óheyrileg og ég var að farast úr afbrýðissemi út í fólk eins og Nönnu sem fékk sitt eintak strax á mánudaginn. Mér fannst þetta ekki sanngjarnt!
Á miðvikudaginn kom loksins tilkynning um að bókin mín væri farin af stað (þá var ég búin að senda tölvupóst og kvarta, mjög kurteislega og fékk ennþá kurteislegra bréf til baka – ég held að manneskjan hjá kvörtunardeildinni hljóti að hafa klippt svarbréfið saman úr öllum tiltækum fyrirframskrifuðum kurteisisbréfum).
En allavega: fyrst bókin fór af stað á miðvikudeginum taldi ég vonlaust að hún yrði komin fyrir helgi, líklegast var að hún kæmi á mánudaginn, þannig að ég sá fram á að verða óhjákvæmilega frekar svefnlaus framan af vikunni. En hún kom semsagt á föstudaginn – og þvílík tilviljun að ég skyldi vera heima til að taka á móti henni. Eins og sumir vita hendir það öðru hverju (og óþarflega oft) að ég missi af strætó. Slíkar hörmungar valda að jafnaði umtalsverðum pirringi, en á föstudaginn urðu þær í fyrsta skipti á ævinni (og trúlega það síðasta líka) uppspretta gleði og hamingju!
Aðstæðurnar voru þessar: Ég var á leiðinni í vinnupartí og var dálítið mikið á hlaupum að taka mig til. Klukkan var orðin alltof margt og strætóinn sem ég ætlaði að taka nálgaðist óðfluga, þannig að í miðju andlitsföndri sópaði ég málningardraslinu niður í tösku og hljóp út úr húsi, með það að markmiði að setja á mig maskarann og varalitinn í strætó (ekki í fyrsta skipti). En stóri guli bíllinn var kominn lengra en vonir mínar stóðu til. Tímaáætlanir okkar fóru augljóslega ekki saman. Jæja, við því var ekkert að gera, ég fór þá bara heim aftur, kláraði að setja á mig andlitið, og ætlaði svo að gera tilraun númer tvö til að ná strætó. Ég gekk að útidyrunum, lagði höndina á hurðarhúninn, en þá hringdi dyrabjallan – og nei sko: var ekki pósturinn mættur með Harry Potter bókina mína. Ef ég hefði náð strætó í fyrstu tilraun hefði ég ekki verið heima til að taka á móti henni – þannig að þegar ég hefði komið heim um kvöldið hefði beðið eftir mér miði um að pakkinn minn væri á pósthúsinu – þannig að ég hefði þurft að kveljast yfir biðinni alla helgina, meðvituð um að ef ég hefði bara haldið mig heima væri ég komin með bókina í hendurnar. En þetta fór semsagt allt á besta veg – og ég kláraði bókina í morgun. Þarf ekki að vera svefnlaus í vikunni, nema þá af einhverjum öðrum orsökum.
Á miðvikudaginn kom loksins tilkynning um að bókin mín væri farin af stað (þá var ég búin að senda tölvupóst og kvarta, mjög kurteislega og fékk ennþá kurteislegra bréf til baka – ég held að manneskjan hjá kvörtunardeildinni hljóti að hafa klippt svarbréfið saman úr öllum tiltækum fyrirframskrifuðum kurteisisbréfum).
En allavega: fyrst bókin fór af stað á miðvikudeginum taldi ég vonlaust að hún yrði komin fyrir helgi, líklegast var að hún kæmi á mánudaginn, þannig að ég sá fram á að verða óhjákvæmilega frekar svefnlaus framan af vikunni. En hún kom semsagt á föstudaginn – og þvílík tilviljun að ég skyldi vera heima til að taka á móti henni. Eins og sumir vita hendir það öðru hverju (og óþarflega oft) að ég missi af strætó. Slíkar hörmungar valda að jafnaði umtalsverðum pirringi, en á föstudaginn urðu þær í fyrsta skipti á ævinni (og trúlega það síðasta líka) uppspretta gleði og hamingju!
Aðstæðurnar voru þessar: Ég var á leiðinni í vinnupartí og var dálítið mikið á hlaupum að taka mig til. Klukkan var orðin alltof margt og strætóinn sem ég ætlaði að taka nálgaðist óðfluga, þannig að í miðju andlitsföndri sópaði ég málningardraslinu niður í tösku og hljóp út úr húsi, með það að markmiði að setja á mig maskarann og varalitinn í strætó (ekki í fyrsta skipti). En stóri guli bíllinn var kominn lengra en vonir mínar stóðu til. Tímaáætlanir okkar fóru augljóslega ekki saman. Jæja, við því var ekkert að gera, ég fór þá bara heim aftur, kláraði að setja á mig andlitið, og ætlaði svo að gera tilraun númer tvö til að ná strætó. Ég gekk að útidyrunum, lagði höndina á hurðarhúninn, en þá hringdi dyrabjallan – og nei sko: var ekki pósturinn mættur með Harry Potter bókina mína. Ef ég hefði náð strætó í fyrstu tilraun hefði ég ekki verið heima til að taka á móti henni – þannig að þegar ég hefði komið heim um kvöldið hefði beðið eftir mér miði um að pakkinn minn væri á pósthúsinu – þannig að ég hefði þurft að kveljast yfir biðinni alla helgina, meðvituð um að ef ég hefði bara haldið mig heima væri ég komin með bókina í hendurnar. En þetta fór semsagt allt á besta veg – og ég kláraði bókina í morgun. Þarf ekki að vera svefnlaus í vikunni, nema þá af einhverjum öðrum orsökum.
föstudagur, 27. júní 2003
Á fyrri hluta nýliðins blogglægðartímabils tók ég rækilegt útáþekju-kast. Reyndar var farið að örla á því áður (sjá hér) en utanviðsigheit mín ríða sjaldnast við einteyming. Núna bar þetta hæst:
- Nokkrum dögum eftir að ég læsti mig úti eins og áður hefur verið lýst var ég búin að vera í vinnunni í nokkra klukkutíma þegar ég uppgötvaði að hálsmálið á bolnum mínum var eitthvað skrýtið. Það var svo undarlega hátt að framan. Við nánari athugun kom að sjálfsögðu í ljós að bolurinn sneri öfugt.
- Skömmu seinna læsti ég töskuna mína inni í vinnunni (með lyklum og peningaveski og öllu).
- Örfáum dögum eftir það sat ég í strætó á leiðinni í vinnuna. Stoppistöðin mín nálgaðist óðfluga og ég hringdi bjöllunni. – Nota bene: ég hringdi bjöllunni. – Skömmu seinna stoppaði strætó á stoppistöðinni minni, fólk fór út, strætó keyrði áfram – og ég sat ennþá í honum. Ég mundi semsagt eftir því að hringja bjöllunni, en steingleymdi að standa upp og fara út úr vagninum.
Sko: Ástæðan fyrir því að ég lendi stundum (eða oft og iðulega) í illvígri blogglægð er ósjaldan sú að eitthvað skemmtilegt gerist sem ég ætla að blogga rækilega um en svo finn ég mér ekki tíma til þess strax. Undireins og nokkrir dagar eru liðnir er orðið átak að blogga og af því að maður ætlaði að blogga um eitthvað ákveðið en er ekki búinn að því, þá bloggar maður ekki heldur um öll kjánalegu smáatriðin í daglega lífinu sem maður myndi annars blogga um – af því að það á ekki að gerast fyrr en maður er búinn að blogga um það sem blogga átti vandlega um. (Ef einhverjum finnst þessar útskýringar ruglingslegar er það alls ekki mér að kenna. Bara lesandanum sjálfum. Er það ekki?)
Allavega: Það sem ég ætlaði (hérna einu sinni) að blogga vandlega um var landsbyggðarráðstefnan á Akureyri en ætli minningarnar um hana verði ekki að mestu að varðveitast í huganum og í munnlegri geymd í staðinn. Við lentum ekki í neinni alvöru lífshættu í þetta skiptið (ólíkt svaðilförinni út í Flatey á landsbyggðarráðstefnunni í hittiðfyrra) en ferðin var eftirminnileg engu að síður og stórskemmtileg; smaladans/smalahopp prófessoranna var tvímælalaust einn af hápunktunum, sem og það að kynnast Hilmu í raunheiminum.
Á þessum tæpa mánuði sem síðan er liðinn er heilmargt skemmtilegt búið að gerast, en ég man næstum ekkert af því eins og er. Jú, annars, tveimur vikum eftir ráðstefnuna fór ég aftur norður. (Norðurferðirnar á þessu ári eru þá orðnar þrjár sem er eiginlega óhóflegt. Held að það dugi alveg á árinu. Allavega fram að jólum.) Í þetta skipti var tilefnið það að Brynja frænka mín varð stúdent, sem var mjög skemmtilegt.
(Það minnir mig reyndar á að á næsta ári verð ég tíu ára stúdent. Það verður ábyggilega hrikalega gaman – en það er svolítið ískyggilegt hvað tíminn líður hratt!)
Allavega: Það sem ég ætlaði (hérna einu sinni) að blogga vandlega um var landsbyggðarráðstefnan á Akureyri en ætli minningarnar um hana verði ekki að mestu að varðveitast í huganum og í munnlegri geymd í staðinn. Við lentum ekki í neinni alvöru lífshættu í þetta skiptið (ólíkt svaðilförinni út í Flatey á landsbyggðarráðstefnunni í hittiðfyrra) en ferðin var eftirminnileg engu að síður og stórskemmtileg; smaladans/smalahopp prófessoranna var tvímælalaust einn af hápunktunum, sem og það að kynnast Hilmu í raunheiminum.
Á þessum tæpa mánuði sem síðan er liðinn er heilmargt skemmtilegt búið að gerast, en ég man næstum ekkert af því eins og er. Jú, annars, tveimur vikum eftir ráðstefnuna fór ég aftur norður. (Norðurferðirnar á þessu ári eru þá orðnar þrjár sem er eiginlega óhóflegt. Held að það dugi alveg á árinu. Allavega fram að jólum.) Í þetta skipti var tilefnið það að Brynja frænka mín varð stúdent, sem var mjög skemmtilegt.
(Það minnir mig reyndar á að á næsta ári verð ég tíu ára stúdent. Það verður ábyggilega hrikalega gaman – en það er svolítið ískyggilegt hvað tíminn líður hratt!)
fimmtudagur, 5. júní 2003
mánudagur, 2. júní 2003
Fögnuður og gleði! Bloggari dauðans er hættur að vera dauður og byrjaður að blogga aftur. Til hamingju með upprisuna, Ármann!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)