- Nokkrum dögum eftir að ég læsti mig úti eins og áður hefur verið lýst var ég búin að vera í vinnunni í nokkra klukkutíma þegar ég uppgötvaði að hálsmálið á bolnum mínum var eitthvað skrýtið. Það var svo undarlega hátt að framan. Við nánari athugun kom að sjálfsögðu í ljós að bolurinn sneri öfugt.
- Skömmu seinna læsti ég töskuna mína inni í vinnunni (með lyklum og peningaveski og öllu).
- Örfáum dögum eftir það sat ég í strætó á leiðinni í vinnuna. Stoppistöðin mín nálgaðist óðfluga og ég hringdi bjöllunni. – Nota bene: ég hringdi bjöllunni. – Skömmu seinna stoppaði strætó á stoppistöðinni minni, fólk fór út, strætó keyrði áfram – og ég sat ennþá í honum. Ég mundi semsagt eftir því að hringja bjöllunni, en steingleymdi að standa upp og fara út úr vagninum.
föstudagur, 27. júní 2003
Á fyrri hluta nýliðins blogglægðartímabils tók ég rækilegt útáþekju-kast. Reyndar var farið að örla á því áður (sjá hér) en utanviðsigheit mín ríða sjaldnast við einteyming. Núna bar þetta hæst:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli