Þetta er að verða aumingjablogg dauðans. Og um þessar mundir er takmarkað útlit fyrir að áformum um úrbætur verði hrundið í framkvæmd með fullnægjandi hætti í nánustu framtíð (er að verða skemmd af stofnanamáli). Í bili verða örfá orð að duga til að láta vita að ég sé lífs.
Eftirtalin atriði hafa einkennt líf mitt síðustu vikuna: vinna, vettlingaprjón og pönnukökur. (Hljómar kannski svolítið galið. Nánari skýringar koma kannski síðar. Kannski.)
Kristbjörn lýsir athæfi löggunnar í gær. Ég var líka á svæðinu – þó ekki í mótmælaskyni – og fannst marseringin líka fyndin, en náði því miður ekki að fylgjast almennilega með, því ég var upptekin við að sannfæra sérlega samviskusaman lögreglumann um að ég væri víst starfsmaður Alþingis, og það væri óhætt að hleypa mér inn fyrir kaðalinn og í þingsetningarmessuna (já, trúleysinginn ég lagði mig sérstaklega fram um að komast í messu – veit að það er saga til næsta bæjar). Þetta var skemmtilega súrrealískur leikþáttur sem verður kannski bloggað um síðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli