Þrátt fyrir viðvarandi aumingjablogg er ég ekki (blogg)dauð. Bara svolítið heiladauð. A.m.k. á köflum. Í fyrradag fór ég t.d. í Bónus, ráfaði um búðina og reyndi að muna hvað ég þurfti að kaupa. Þegar ég var búin að standa fyrir framan eina hilluna alllanga stund – og horfa og horfa og horfa rækilega til að fullvissa mig að mig vantaði ekkert í henni – gerði ég óþægilega uppgötvun.
Í hillunni var kattamatur. Bara kattamatur.
Ég á ekki kött.
Mig langar ekki einu sinni í kött.
Skilningsstöðin í heilanum vissi greinilega ekkert hvað augun voru að horfa á. Kannski væri ráðlegast að leggjast í dvala fram á vor. (Þá meina ég líkamlegan dvala –til viðbótar við þann andlega.)
fimmtudagur, 18. desember 2003
miðvikudagur, 3. desember 2003
Að gefnu tilefni skal tekið fram að bloggfærslan frá í fyrradag um mannvonsku vinnufélaganna byggist ekki á misskilningi eins og einhverjir héldu. Ó nei – hún byggist á vísvitandi oftúlkun og útúrsnúningum. Það væri ekkert gaman ef maður mætti ekki ýkja pínulítið.
Komment Kristbjarnar um að við í X-bekknum höfum öll verið meira og minna afbrigðileg er hins vegar hárrétt. Blessunarlega hef ég iðulega fengið að vera langdvölum í vernduðu umhverfi, bæði í skóla og vinnu. (Þ.e. umkringd fólki sem er a.m.k. jafnskrýtið og ég sjálf.) :-)
En fyrst ég er farin að klaga vinnufélagana get ég ekki látið hjá líða að minnast á kvikindislega og markvissa framkvæmd beitingar þöggunaraðgerða gagnvart mér í síðustu viku. Atvikin áttu sér stað á kaffistofunni, bæði fyrir og eftir hádegi einn daginn. Fólk hafði eitthvað á móti því að ég læsi upphátt fyrir það úr Bændablaðinu og Úr verinu. Óskiljanlegt hvað fólk getur verið tregt til að fræðast um undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar.
Komment Kristbjarnar um að við í X-bekknum höfum öll verið meira og minna afbrigðileg er hins vegar hárrétt. Blessunarlega hef ég iðulega fengið að vera langdvölum í vernduðu umhverfi, bæði í skóla og vinnu. (Þ.e. umkringd fólki sem er a.m.k. jafnskrýtið og ég sjálf.) :-)
En fyrst ég er farin að klaga vinnufélagana get ég ekki látið hjá líða að minnast á kvikindislega og markvissa framkvæmd beitingar þöggunaraðgerða gagnvart mér í síðustu viku. Atvikin áttu sér stað á kaffistofunni, bæði fyrir og eftir hádegi einn daginn. Fólk hafði eitthvað á móti því að ég læsi upphátt fyrir það úr Bændablaðinu og Úr verinu. Óskiljanlegt hvað fólk getur verið tregt til að fræðast um undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar.
Utanviðsigheit mín er trúlega að keyra úr hófi fram. Ég vinn á þriðju hæð í húsi einu við Austurvöll. Athugið: þriðju hæð. Áðan gekk ég inn í húsið, upp stigann, upp, upp, upp, inn úr stigaganginum – og uppgötvaði að ég var á fjórðu hæð. Endurtakist: fjórðu. Í staðinn fyrir þriðju. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þetta gerðist lika í síðustu viku. Getur þetta endað öðruvísi en með ósköpum?
mánudagur, 1. desember 2003
Hvað er annars búið að gerast síðan ég bloggaði síðast? (Þ.e. síðast m.v. bloggdaga, næstsíðast m.v. bloggfærslur.) Ja, það er nú það. Á tímabili velti ég því fyrir mér hvort ég gæti flutt lögheimilið í vinnuna. Í skilgreiningunni á lögheimili kemur fram að það sé m.a. sá staður þar sem bækistöð manns er að jafnaði [þ.e. í vinnunni í mínu tilfelli á þessum tíma] og þar sem hann dvelur í frístundum sínum [átti eiginlega ekki svoleiðis]. En svo kemur reyndar líka fram að lögheimilið skuli vera þar sem maður hefur svefnstað sinn. Þar með er kannski ekki lengur grundvöllur fyrir lögheimilisflutningi. Kannski ætti ég að reyna að fá dívan á skrifstofuna mína til að geta flutt almennilega hingað.
En jæja, þótt ég hafi ekki gert yfirþyrmandi margt annað en að vinna og sofa hefur mér þó blessunarlega hefur mér öðru hverju tekist að eiga félagslíf inn á milli. Eddupartýið um daginn var t.d. stórskemmtilegt – en hverjum datt eiginlega í hug að halda það á fimmtudagskvöldi? Mér fannst það nógu vond hugmynd fyrirfram, en þegar ég mætti í vinnuna klukkan níu morguninn eftir fannst mér hugmyndin beinlínis kvikindisleg. Eftir svona partý ætti að vera lágmark að geta sofið fram að hádegi.
En jæja, þótt ég hafi ekki gert yfirþyrmandi margt annað en að vinna og sofa hefur mér þó blessunarlega hefur mér öðru hverju tekist að eiga félagslíf inn á milli. Eddupartýið um daginn var t.d. stórskemmtilegt – en hverjum datt eiginlega í hug að halda það á fimmtudagskvöldi? Mér fannst það nógu vond hugmynd fyrirfram, en þegar ég mætti í vinnuna klukkan níu morguninn eftir fannst mér hugmyndin beinlínis kvikindisleg. Eftir svona partý ætti að vera lágmark að geta sofið fram að hádegi.
Ég er ekki hætt að blogga. Stundum eru bara takmörk fyrir því hversu miklu er hægt að koma í verk, og svo eru blogglægðir hvorteðer fastur liður í lífi mínu. Er ekki annars nauðsynlegt að viðhalda hefðum? Jæja, annar fastur liður er tiltekt í tenglasafninu sem er búin að vera lengi á dagskrá að vanda. Það hefur t.d. dregist óhóflega að bjóða Hafdísi velkomna í bloggheima og endurgjalda linka á fleiri góða bloggara sem hafa verið svo vænir að tengja á mig (ath. að karlkynið í setningunni á undan er eingöngu málfræðilegt): Hugskot, Böggu og Gunnlaugu. Þekki enga þeirra svo ég viti, en reyndar er heilastöðin sem sér um slík mál vanvirk í mér, þannig að það er kannski ekki að marka. Þetta er andstyggðar fötlun.
Enn einn bloggari sem ég þekki ekki er Kristín – en ég er búin að lesa hana flesta daga í skrilljón mánuði og löngu kominn tími til að tengja.
Annars er þetta tenglasafn voðalegur óskapnaður; held að ég verði að fara að endurskipuleggja það. Núverandi fyrirkomulag á dilkadrætti virkar ekki nógu vel. Kannski ætti ég að hafa þetta allt í stafrófsröð. Eða sortera einhvern veginn öðruvísi. Salta málið í von um snilldarhugljómun.
Enn einn bloggari sem ég þekki ekki er Kristín – en ég er búin að lesa hana flesta daga í skrilljón mánuði og löngu kominn tími til að tengja.
Annars er þetta tenglasafn voðalegur óskapnaður; held að ég verði að fara að endurskipuleggja það. Núverandi fyrirkomulag á dilkadrætti virkar ekki nógu vel. Kannski ætti ég að hafa þetta allt í stafrófsröð. Eða sortera einhvern veginn öðruvísi. Salta málið í von um snilldarhugljómun.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)