Þórdís bloggsnillingur er farin að semja klámsögu. Reyndar hefur eitthvert fólk haldið því fram að þetta sé fremur rauð ástarsaga. Það getur svosem verið. Annars hallast ég að því að þetta geti alveg verið hvort tvegga. Mörkin milli þessara bókmenntagreina eru ekkert alltaf skýr.
Uppáhaldssetningin mín í fyrsta kaflanum er: "Hún fann hvernig ástríðan óx og gat sér til um að hann væri ekki ósnortinn þegar hún sá að honum hafði fipast fiskskurðurinn."
Hrein snilld. Svo er nafnið á kvenpersónunni (Amanda) punkturinn yfir i-ið eins og bent hefur verið á í kommentunum hjá Þórdísi.
Fisksalinn er enn nafnlaus. Ég hef lagt til að hann fái nafnið Geirharður. Væri það ekki nokkuð viðeigandi nafn á persónu í klámsögu?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli