Spuni með staðbundin aðföng í samvinnu nokkurra aðila.
Framkvæmist að kvöldlagi þegar smávegis hlé er á vinnunni.
- Vínberjaklasi tekinn úr ísskápnum.
- Vínberin étin.
- Greinin látin standa upp á endann, t.d. með því að stinga henni í glas. Þá er orðið til jólatré.
- Stjarna klippt út úr því sem hendi er næst. Poki undan piparkökum (rauði hlutinn) hentar t.d. vel.
- Stjarnan heftuð á toppinn á trénu.
- Pakkabönd - gjarnan rauð - klofin eftir endilöngu.
- Böndin hnýtt utan um sykurmola (frjáls fjöldi). Þetta eru augljóslega jólapakkar.
- Pökkunum raðað kringum jólatréð.
- Afgangurinn af böndunum krullaður og jólatréð skreytt.
- Gulir miðar (post-it) dregnir fram.
- Stjörnur klipptar út úr þeim hluta miðanna sem límið er á.
- Stjörnurnar límdar á nokkra greinarenda trésins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli