Skapandi jólaföndur skjaladeildar - 2. hluti
Áttu gamla jólastjörnu (þ.e. af plöntugerð) sem er bara með græn blöð (engin rauð)? Sérðu ekki fram á að komast yfir nýja plöntu í bráð? Lausnin er einföld. Finndu þér rautt plast eða rauðan pappír (einnig væri hugsanlegt að lita hvítan pappír með trélitum, vaxlitum, tómatsósu eða öðru sem við hendina er). Klipptu út eitthvað sem líkist blöðum hóflega mikið (óreglulegir ferhyrningar virka ágætlega). Festu þau á gömlu jólastjörnuna með bréfaklemmum (hefti eða lím gæti farið illa með plöntuna). Og sjá, dýrðin er algjör.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli