Kannski blogga ég bráðum topp-5-listann minn yfir íslenskar skáldsögur síðasta árs, segi jafnvel líka frá því hvaða bók mér fannst leiðinlegust (sleppi samt íslenskum skáldsögum í þeim flokki því ég þjáist af kurteisi (verð að fara að gera eitthvað í þessu)), og hugsanlega býsnast ég innan tíðar yfir fólki sem fyllist hneykslun yfir því að mér skuli ekki finnast tiltekin bók æðislega meiriháttar.
En reyndar blogga ég sjaldnast um hluti sem mér finnst skipta máli, þannig að kannski læt ég þetta bara vera. Af þessu verður allavega ekki í dag. Ég er frekar andlaus. Farin heim að sauma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli