Það er gaman í skemmtilegum veislum. Ein slík var á fimmtudaginn (mér tókst að kaupa utan á mig föt án harmkvæla!) og önnur, sem lofar góðu, er á dagskrá á laugardaginn. Ég hlakka til.
Í næstu viku fer ég á Duran Duran tónleika. Var lengi tvístígandi um hvort ég ætti að fara - fannst spurning hvort þetta væri tuttugu árum of seint - en komst svo að því að ég gæti ekki annað en farið. Ég hlakka til.
Daginn eftir fer ég svo í mánaðar sumarfrí - og er svo upptekin af þessu blessunarlega yfirvofandi fríi að ég nenni varla nokkru öðru. Eftir níu daga verð ég í London, eftir ellefu daga verð ég komin til Bologna og eftir tólf daga verð ég sest á skólabekk þar. Ég hlakka hrikalega til.
Vonandi er ekki hægt að deyja úr tilhlökkun, annars er hætt við að það verði brátt um mig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli