miðvikudagur, 22. júní 2005
Hah! Ég er ekkert smá stolt af sjálfri mér. Ég var að hringja í konuna sem ég á að búa hjá í Bologna til að láta vita hvenær ég kæmi. Til öryggis var ég búin að dunda mér við að komast að því hvernig nauðsynlegar upplýsingar ættu að hljóma á ítölsku - ef ske kynni að konan talaði ekki ensku. Og fyrst ég var búin að hafa fyrir þessu fannst mér ómögulegt annað en láta á það reyna hvort ég gæti gert mig skiljanlega, þannig að ég ákvað að athuga hversu langt ég kæmist inn í samtalið á ítölskunni einni saman. Og konan virtist alveg skilja mig; samtalið gekk bara býsna vel meðan það var enn að mestu eintal. Svo kom að því að konan fór að segja eitthvað flóknara en sì eða bene eða perfetto. Þá varð málið töluvert snúnara og hentugt að skipta yfir í ensku. En ég komst allavega langleiðina yfir þennan þröskuld, sem mér finnst verulega ásættanlegt, ekki síst fyrir símafælna manneskju.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli