Oft er líka athyglisvert að sjá hvaða galla menn finna á verkum upp úr fornsögum. Ó.D. (ætli það sé Ólafur Davíðsson?) skrifaði í Norðurland árið 1903 um leikritið Gísla Súrsson eftir Beatrice Helen Barmby (Matthías Jochumsson þýddi), og honum finnst að þar sé ...
"...drepið alt of víða á kossa, því að þótt getið sé um það víða í sögunum, að menn hafi minzt hvor við annan, þá liggur kossaflens og kossahjal svo fjarri hugsunarhætti Íslendinga í fornöld, að lítið ætti að bera á slíku þar, sem forn-Íslendingum er lýst." (Norðurland, 1. ágúst 1903.)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli