"Við og við er eins og Gestur hafi ætlað að villast á réttari leið, en því fer miður. G. er og verður Gestur blindi með bjálka í báðum augum, og allur hans ritdómur er eintóm glitábreiða (G. ritar smellið) gegnum ofin heimsku og hroka. Það lakasta er samt að dómur þessi er undirniðri illgjarn - svo illgjarn, að það er ólíkt Gesti, sem í raun og veru er meinlaus maður; mér liggur við að segja að einhver Axla-Björn hafi hrætt hann eða keypt til að gjöra þessa glópsku." (Lýður, 23. júlí 1890.)
föstudagur, 2. september 2005
Sú var tíðin að menn voru ófeimnir við stóru orðin. Árið 1890 var Matthías Jochumsson ekki himinlifandi yfir ritdómi Gests Pálssonar um leikverkið Helgi hinn magri og svaraði m.a. með þessum orðum:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli