Sennilega er best ad eg lati adeins i mer heyra - svo akvedin manneskja haetti kannski ad senda mer sms a ymsum timum solarhringsins med fyrirskipunum um ad blogga. ;) Hef thad hrikalega gott enda er London frekar hentug borg til ad njota lifsins. Er buin ad gera minna af thvi ad kanna okunna stigu en eg aetladi mer, en hef nu samt dalitid gert af thvi, for t.d. i gonguferd um Hampstead i gaer sem var afar indaelt. Er lika buin ad gera minna af thvi ad skoda sofn en eg aetladi, en er tho buin ad skoda valda parta af British Museum og National Gallery, og megnid af National Portrait Gallery. Hef hins vegar verid bysna dugleg vid ad kanna veitingastadi og kaffihus af ymsum gerdum og hef fengid margt gott; t.d. for eg a The Cinnamon Club a adfangadagskvold og fekk thar einhvern besta mat sem eg hef nokkurn tima bordad. I kvold a eg svo pantad bord a einum af stodunum sem Nanna hefur maelt med: Vasco and Piero's Pavilion. Gef kannski skyrslu um fleiri veitingastadi seinna.
Orstutt leikhusskyrsla: Leiksyningin um indverska brudkaupid sem eg sa i Riverside Studios a adfangadag var mjog skemmtilegt, Hnotubrjoturinn hja Konunglega ballettinum var flottur - og operuhusid er svo fallegt, serstaklega blomasalurinn svokalladi (Floral Hall), ad thad vaeri thess virdi ad fara a syningu thar, bara til ad skoda husid, og As you desire me e. Pirandello sem eg sa i gaer var mjog fint: Kristin Scott-Thomas var serlega god.
Eg er ekki buin ad kaupa nema fjorar baekur. En su tala a tvimaelalaust eftir ad breytast.
Buin ad rolta i rolegheitum um Notting Hill i dag og kaupa slatta af fotum i indversku uppahaldsbudunum minum. Aetladi helst ad fara a annad uppahaldssvaedi lika i dag, Camden Town, en timinn hljop audvitad fra mer. Kom reyndar vid i Camden Town a leidinni fra Hampstead i gaer, en bara orstutt. Tharf naudsynlega ad finna mer godan tima til ad thvaelast um thar. Nuna adan haetti eg mer hins vegar inn a Oxford-straeti i einhverju hugsunarleysi og hefdi betur latid thad ogert. Gatan er nogu leidinleg thegar thar er rolegt en a haannatima er hun obaerileg. En allt annad sem eg er buin ad gera hefur verid baedi gott og skemmtilegt.
Jaeja, hef ekki tima til ad blogga meira i bili, nanari upplysingagjof verdur ad bida betri tima.
fimmtudagur, 29. desember 2005
föstudagur, 23. desember 2005
Æ, ég var að uppgötva að ég á eftir að gera við fóðrið í kápunni minni. Annars er ég eiginlega tilbúin. Búin að pakka, á bara eftir að vaska svolítið upp og rimpa þetta blessaða fóður saman. Svo ætti ég kannski að reyna að sofna, bara ca fjórir og hálfur tími þangað til ég þarf að fara á fætur. Þetta morgunflug er annars á svo óguðlegum tíma að það tekur því varla að fara að sofa.
fimmtudagur, 22. desember 2005
Ég er hvorki eins heiladauð og í desember í fyrra og hittiðfyrra. Hins vegar er ýmislegt annað líkt með þessum mánuðum, t.d. að jólaundirbúningur er í lágmarki. Skrifa t.d. ekki eitt einasta jólakort. Sendi bara hugskeyti. Hins vegar er ég búin að prenta út Lundúnagreinina hennar Nönnu og lesa hana upp til agna (ekki í fyrsta skipti), og ég er líka búin að eyða heilmiklum tíma í að skoða ýmsar skemmtilegar síður um London, m.a. um veitingastaði (t.d. þessa og þessa og þessa og þessa). Og panta borð á nokkrum stöðum. Og kynna mér vandlega hvenær ýmis söfn eru opin. Og fleira og fleira.
Ég er hins vegar ekki farin að pakka niður en það geri ég hvort eð er aldrei fyrr en í fyrsta lagi um miðnætti - alveg sama þótt það séu bara örfáir klukkutímar þangað til ég þarf að fara af stað. En ég hef aldrei skilið hvað sumt fólk gerir óskaplegt mál úr því að henda nokkrum fataræflum og tannbursta og kannski einstaka öðrum hlutum niður í ferðatösku.
Trúi því varla að ég sé að fara út í fyrramálið - mér finnst desember rétt vera byrjaður. En mikið hlakka ég til. Blogga kannski frá London, kannski ekki.
Gleðileg jól.
Ég er hins vegar ekki farin að pakka niður en það geri ég hvort eð er aldrei fyrr en í fyrsta lagi um miðnætti - alveg sama þótt það séu bara örfáir klukkutímar þangað til ég þarf að fara af stað. En ég hef aldrei skilið hvað sumt fólk gerir óskaplegt mál úr því að henda nokkrum fataræflum og tannbursta og kannski einstaka öðrum hlutum niður í ferðatösku.
Trúi því varla að ég sé að fara út í fyrramálið - mér finnst desember rétt vera byrjaður. En mikið hlakka ég til. Blogga kannski frá London, kannski ekki.
Gleðileg jól.
fimmtudagur, 15. desember 2005
Hvort er það misskilin velvild eða hugmyndaskortur sem veldur öllum þessum greinum um jólastress í dagblöðunum? Get ekki ímyndað mér að þetta hafi nokkrar afleiðingar nema auka á jólastress eða starta því hjá fólki sem á annað borð hefur tendensa til þess. Bjánalegast fannst mér þegar grein birtist í nóvember undir fyrirsögninni "tíu ráð til að draga úr jólastressi". Þegar greinin var lesin kom í ljós að málið snerist ekki á nokkurn hátt um að draga úr stressi, heldur átti að breyta jólastressi í nóvemberstress. Gera allt svo snemma sem "þyrfti" að gera. Önnur og jafnslæm tegund eru greinar sem þykjast senda þau skilaboð að himinn og jörð farist ekki þótt fólk sé afslappað - en eru í raun dulbúin ítrekun á alls konar kvöðum. Tilbúið dæmi: "Þú þarft ekki að bara tíu smákökusortir - það er alveg nóg að baka bara tvær." Þar með er fólki bent á að það "þurfi" nú að baka eitthvað af smákökum. Ég hef ekkert á móti smákökubakstri eða öðru svona stússi. Mér finnst alveg gaman að baka smákökur, búa til konfekt, föndra o.fl. En stundum langar mig að nota tímann í eitthvað allt annað. Og ég þoli allavega ekki kvaðir. Algjör skuldbindingafæla.
miðvikudagur, 14. desember 2005
Núna er víst bjartasti tími dagsins. Samt er ekki bjartara en svo að það er kveikt á ljósastaurunum. Þó er aðeins minna lágskýjað í dag en síðustu daga þannig að ástandið er ofurlítið skárra - en það vantar samt nauðsynlega snjó til að bjarta birtumálunum.
En bráðum kemst ég úr landi um stundarsakir og það verður gott. Ég ákvað nefnilega fyrir dálitlu síðan að taka til minna ráða út af skorti á jólafríi og búa það til sjálf. Blessunarlega á ég nokkra sumarfrísdaga eftir og ég ákvað að þetta væri rétti tíminn til að nota þá. Og þegar sú ákvörðun hafði verið tekin lá beint við að nota tækifærið og flýja land. Palli og Roland eru svo elskulegir að lána mér íbúðina sína í London - og til þeirrar afbragðsborgar ætla ég semsagt að halda á Þorláksmessu og vera fram yfir áramót. Væri sennilega dauð úr tilhlökkun ef ég hefði haft tíma til að hugsa um þetta upp á síðkastið. Hef samt náð að skipuleggja svolítið þrátt fyrir tímaskort og er búin að kaupa þrjá miða í leikhús o.þ.h.; seinnipartinn á aðfangadag ætla ég á leiksýningu um katótískt indverskt brúðkaup með viðeigandi tónlist og dansi í Riverside Studios í Hammersmith (íbúðin sem ég verð í er rétt hjá - mjög heppilegt); á annan í jólum ætla ég að sjá Hnotubrjótinn hjá Konunglega ballettinum og tveimur dögum eftir það ætla ég á leikritið As you desire me eftir Pirandello. Svo geri ég fastlega ráð fyrir að finna mér ýmislegt fleira skemmtilegt að gera. Get ekki beðið eftir að komast af stað.
En bráðum kemst ég úr landi um stundarsakir og það verður gott. Ég ákvað nefnilega fyrir dálitlu síðan að taka til minna ráða út af skorti á jólafríi og búa það til sjálf. Blessunarlega á ég nokkra sumarfrísdaga eftir og ég ákvað að þetta væri rétti tíminn til að nota þá. Og þegar sú ákvörðun hafði verið tekin lá beint við að nota tækifærið og flýja land. Palli og Roland eru svo elskulegir að lána mér íbúðina sína í London - og til þeirrar afbragðsborgar ætla ég semsagt að halda á Þorláksmessu og vera fram yfir áramót. Væri sennilega dauð úr tilhlökkun ef ég hefði haft tíma til að hugsa um þetta upp á síðkastið. Hef samt náð að skipuleggja svolítið þrátt fyrir tímaskort og er búin að kaupa þrjá miða í leikhús o.þ.h.; seinnipartinn á aðfangadag ætla ég á leiksýningu um katótískt indverskt brúðkaup með viðeigandi tónlist og dansi í Riverside Studios í Hammersmith (íbúðin sem ég verð í er rétt hjá - mjög heppilegt); á annan í jólum ætla ég að sjá Hnotubrjótinn hjá Konunglega ballettinum og tveimur dögum eftir það ætla ég á leikritið As you desire me eftir Pirandello. Svo geri ég fastlega ráð fyrir að finna mér ýmislegt fleira skemmtilegt að gera. Get ekki beðið eftir að komast af stað.
mánudagur, 12. desember 2005
Að gefnu tilefni skal tekið fram að ég er EKKI komin í jólafrí. Hlé á þingfundum þýðir ekki að starfsemi þingsins liggi niðri og við skrifstofublækurnar eigum ekkert meira frí en annað lið þeirrar tegundar á öðrum vinnustöðum - sem þýðir að það er næstum ekkert frí í ár. Af hverju eru ekki sjálfkrafa aukafrídagar þegar jólin lenda svona asnalega á helgi?
En sem betur fer er rólegra núna en í síðustu viku þegar ég bjó ég eiginlega í vinnunni. Tókst þó blessunarlega að skreppa á langar magadansæfingar öðru hverju - því við vorum að sýna á jólagleði Kramhússins á laugardaginn. Stórfín mynd af hluta hópsins í Mogganum í dag (sem betur fer er ég einhvers staðar utan rammans).
En sem betur fer er rólegra núna en í síðustu viku þegar ég bjó ég eiginlega í vinnunni. Tókst þó blessunarlega að skreppa á langar magadansæfingar öðru hverju - því við vorum að sýna á jólagleði Kramhússins á laugardaginn. Stórfín mynd af hluta hópsins í Mogganum í dag (sem betur fer er ég einhvers staðar utan rammans).
fimmtudagur, 8. desember 2005
föstudagur, 2. desember 2005
Stundum þegar ég er kvefuð held ég að ég sé líka heimsk, því þegar manni líður eins og hausinn sé fullur af bómull hlýtur að þrengja að heilanum. Svona er ástandið í dag - en rétt áðan kom í ljós að heimskan var ekki ímynduð. Reyndar þarf ég ekki að vera kvefuð til að vera meðvitundarlaus þegar ég klæði mig á morgnana (eins og sumt fólk sem hefur umgengist mig veit vel) en oftast uppgötva ég klúðrið samt fyrir hádegi. Nú er klukkan hins vegar farin að ganga sex og ég er nýbúin að taka eftir lykkjufallinu niðri á kálfa sem kom síðast þegar ég var í þessum sokkabuxum. Ef ég hefði verið í síðu pilsi væri þetta ekki vandamál og þess vegna lakkaði ég bara lykkjufallið á sínum tíma og henti sokkabuxunum ekki (enda nýtin stúlka) - en pilsið mitt í dag nær varla niður á mitt læri þannig að lykkjufallið var svolítið áberandi. Ætli vinnufélagarnir hafi haldið að ég væri að reyna að starta nýju trendi og þess vegna ekki sagt neitt? Ég dreif mig svo út í apótek að kaupa nýjar sokkabuxur en að sjálfsögðu tókst mér að rífa þær um leið og ég klæddi mig í þær. Bjáni. Eins gott að kápan mín er ökklasíð og að það er myrkur í leikhúsi (ákvað að drífa mig á Frelsi, þrátt fyrir kvefið; sem betur fer er ég hvorki með hósta né nefrennsli að ráði (bara fullan haus af bómull) þannig að það ættu ekki að verða mikil læti í mér).
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)