fimmtudagur, 15. desember 2005
Hvort er það misskilin velvild eða hugmyndaskortur sem veldur öllum þessum greinum um jólastress í dagblöðunum? Get ekki ímyndað mér að þetta hafi nokkrar afleiðingar nema auka á jólastress eða starta því hjá fólki sem á annað borð hefur tendensa til þess. Bjánalegast fannst mér þegar grein birtist í nóvember undir fyrirsögninni "tíu ráð til að draga úr jólastressi". Þegar greinin var lesin kom í ljós að málið snerist ekki á nokkurn hátt um að draga úr stressi, heldur átti að breyta jólastressi í nóvemberstress. Gera allt svo snemma sem "þyrfti" að gera. Önnur og jafnslæm tegund eru greinar sem þykjast senda þau skilaboð að himinn og jörð farist ekki þótt fólk sé afslappað - en eru í raun dulbúin ítrekun á alls konar kvöðum. Tilbúið dæmi: "Þú þarft ekki að bara tíu smákökusortir - það er alveg nóg að baka bara tvær." Þar með er fólki bent á að það "þurfi" nú að baka eitthvað af smákökum. Ég hef ekkert á móti smákökubakstri eða öðru svona stússi. Mér finnst alveg gaman að baka smákökur, búa til konfekt, föndra o.fl. En stundum langar mig að nota tímann í eitthvað allt annað. Og ég þoli allavega ekki kvaðir. Algjör skuldbindingafæla.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli