Aetli eg nai ekki ad segja fra degi 6 (mid. 24/5) adur en timinn minn rennur ut. Tha aetladi eg a sofn en vedrid reyndist alltof gott til ad hanga inni. Byrjadi a ad ganga gegnum Central Park og yfir a Upper West Side, bordadi morgunmat a stad sem Palli hafdi maelt med sem heitir Nussbaum & Wu og er a horni 113. straetis og Broadway (takk fyrir abendinguna, Palli), og gekk svo Broadway, ca nidur a 70. straeti. Tharna var dalitill ys og thys sem eg kunni vel vid, og ymsar agaetis budir, ekki sist bokabudir - serstaklega glaepasagnabudin Murder Ink. Thar dundadi eg mer lengi vid ad skoda i hillurnar og keypti svo tvaer baekur. Thad gladdi litla Islendingshjartad (eg er ekki alveg laus vid ad geta fyllst thjodarstolti einstaka sinnum) ad sja "Jar City" (th.e. Myrina) eftir Arnald i hillu med bokum sem serstaklega var maelt med. Eg spurdi afgreidslustulkuna hvort hun hefdi lesid hana sjalf og fekk svarid: "Jaha, thad var eg sem setti hana tharna." Hun var mjog hrifin og bidur spennt eftir naestu bok. Helt svo afram nidur Broadway med stoppi i ymsum budum og endadi i Zabar's thar sem eg keypti nesti til ad taka med i Central Park. Hekk thar goda stund, las blodin og skodadi folk. Tvimaelalaust mjog ofarlega a uppahaldslistanum minum i thessari borg.
Sidan for eg i siglungu halfhring um Manhattan med Circle Line: mjog gaman ad sja eyjuna fra thvi sjonarhorni. Thvi midur var leidsogumadurinn frekar leidinlegur - taladi adeins of mikid um "the only remaining superpower" og "the greatest city in the world" - en eg reyndi bara ad leida hann hja mer og njota utsynisins.
Eftir siglinguna akvad eg ad fara a gististadinn og losa mig vid dot, thannig ad eg tok straeto thvert yfir baeinn til ad komast i nagrenni vid heppilegustu nedanjardarlestarstod. Straetoinn var verulega haegfara - umferdin var frekar mikil og eg hugsadi tho nokkrum sinnum med mer ad eg yrdi abyggilega fljotari gangandi. Let samt ekki verda af thvi fyrr en vid 5. Avenue en matid reyndist rett - thar sem eg arkadi i att ad Lexington Avenue var straetorinn alltaf langt a eftir mer.
Jaeja, tha var kominn timi til ad fara i leikhusid, semsagt a Some Girl(s) e. Neil LaBute sem eg hafdi keypt mida a daginn adur. Thad maetti halda ad thad vaeri hefd hja mer ad sja forsyningu a nyju leikriti eftir Neil LaBute thegar eg er fyrsta sinni i einhverri borg - a.m.k. gerdist thetta lika thegar eg var fyrst i London. (Tha sa eg leikrit sem heitir Mercy Seat.)
Some Girl(s) var storfint leikrit, Neil LaBute er flinkur ad bua til karaktera sem eru tvofaldir eda margfaldir i rodinu, hann skrifar god samtol,og plottid var agaett - tvistid i lokin kom ekki a ovart ef madur hefur sed fleiri verk eftir LaBute en thad kom ekkert ad sok - og leikararnir storfinir. Var buin ad vera pinu kvidin yfir thvi thar sem flest eru ad eg held fyrst og fremst sjonvarps- og kvikmyndaleikarar med mismikla svidsreynslu, m.a. Maura Tierney (Abby i Bradavaktinni) en thau voru oll god.
Eg hafdi ekki haft tima til ad borda kvoldmat fyrir syninguna thannig ad fyrsta verk a dagskra eftir hana var ad finna mat thannig ad eg for a fyrsta veitingahusid sem eg sa - andspaenis leikhusinu - og var mjog heppin thar. Stadurinn heitir Lima's Taste og selur semsagt Peru-mat: eg fekk mer tvenns konar ceviche sem var hvort tveggja frabaert. Afbragds kvold.
Nottin a farfuglaheimilinu var ekki tidindalaus thvi eldri kona i tiu manna herberginu sem eg gisti i datt fram ur efri koju og thad var hringt a sjukrabil, enda hljomadi hun eins og hun vaeri alls ekki alveg i lagi - eiginlega hljomadi hun eins og hun vaeri ofurolvi eda dopud eda eg veit ekki hvad. En hun var komin aftur morguninn eftir og mer skildist a stelpu sem taladi vid hana tha ad hun hefdi virst i lagi, thannig ad sem betur fer hefur hun ekki verid alvarlega slosud.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli