fimmtudagur, 9. janúar 2003

Er ekki ætlast til þess að maður horfi um öxl við upphaf nýs árs og velti fyrir sér því sem liðið er, auk þess að horfa fram á veginn og svoleiðis. Æ, ég nenni því varla. Áramótaheit er ég ekki heldur vön að strengja og tók ekki upp á þeirri ósvinnu núna frekar en fyrri daginn.
En kannski ég líti örlítið til baka. Bara agnar-pínulítið. Í stuttu máli sagt: Síðasta ár var allt í lagi. Ekki eitt af þeim bestu sem ég hef lifað, en svo sem ekkert í hópi þeirra allra verstu heldur. Það einkenndist kannski fremur en annað af fullkomnum skorti á föstum punkti á flestum sviðum tilverunnar. Geri ekki ráð fyrir að það eigi eftir að breytast verulega, en hvernig væri að a.m.k. einn hluti af lífinu færi að komast í eitthvað fastari skorður? Hvernig væri til dæmis að einhver fyndi hjá sér hvöt til að bjóða mér fasta vinnu? Er reyndar með smávegis skilyrði: starfið þyrfti líka að vera skemmtilegt og vel launað. Ég er ekkert kröfuhörð, er það nokkuð?!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli