Flaumræn greind? Ekki vissi ég að svoleiðis væri til – en maður lærir alltaf eitthvað nýtt; í DV í dag er því nefnilega haldið fram að tiltekinn maður búi yfir „analógískri greind“. Hlýtur „stafræn greind“ þá ekki líka að vera til? Hún væri þá kannski einkennandi fyrir vélmenni en sú analógíska til marks um mennska eiginleika.
P.S. Ætlaði einhver snillingurinn kannski að tala um „analýtíska“ greind? Ýmislegt skondið getur gerst þegar menn reyna að slá um sig með flóknum orðum sem þeir skilja ekki.
föstudagur, 27. febrúar 2004
miðvikudagur, 25. febrúar 2004
Í dag væri viðeigandi að skrifa nostalgíublogg um öskudaginn á Akureyri (söngæfingar öskudagsliða, búningaföndur o.fl. o.fl.) og hversu mjög hann hafi tekið hinni lélegu reykvísku eftiröpun fram (og geri vonandi enn). En það ætla ég ekki að gera. Allavega ekki í bili. En öskudagurinn var sko hörkuvinna.
Er bjartsýn á að dagurinn í dag verði skárri en gærdagurinn þegar ég fór kolvitlausum megin fram úr rúminu og eyddi vinnudeginum að mestu í að reka mig í, sulla niður kaffi og vera pirruð yfir fánýtum smáatriðum. Og ekki batnaði það eftir vinnu. Ég ætlaði að taka á mig krók á heimleiðinni, koma við í Melabúðinni og kaupa saltkjöt - en það reyndist uppselt (ábyggilega umfjölluninni í Fréttablaðinu að kenna). Þá gekk ég út í Nóatún – svo ég yrði örugglega komin nógu langt að heiman og gæti verið viss um að frjósa í hel á heimleiðinni. Í Nóatúni fékk ég saltkjöt og eldaði það þegar heim var komið. Fingurna kól sem betur fer ekki af mér á heimleiðinni en það lá nærri. Mistök að vera með asnalega hanska í staðinn fyrir lopavettlinga.
Hörmungum dagsins var samt ekki lokið. Ekki nóg með að bróðir minn tæki fagnandi á móti mér og æfði á mér nýjar aðferðir til að snúa fólk niður sem hann hafði lært þá um daginn. [Innskot: Drengurinn er í Lögregluskólanum. Hann er ekki enn búinn að koma heim og segja: „Í dag var okkur kennt að telja mótmælendur.“ En það hlýtur að koma að því. Ég bíð spennt.] Ó, nei. Það versta var eftir. Saltkjötið úr Nóatúni var nefnilega vont. Ég hef aldrei fengið eins vont saltkjöt. Sem betur fer tókust baunirnar ágætlega – enda setti ég ekki nema agnarlítið af saltkjötssoðinu í þær, sem var auðvitað eins óætt og kjötið sjálft. Baunirnar urðu sérstaklega góðar þegar ég setti ferskt kóríander út í þær. Mjög ánægð með þá hugdettu. En ótrúlega mörgum hefur fundist það svívirðileg helgispjöll að nota eitthvað "nýtt" út í þær. Skil þetta ekki. Heldur fólk kannski að gulrætur og rófur hafi alltaf verið ræktaðar á Íslandi?
Er bjartsýn á að dagurinn í dag verði skárri en gærdagurinn þegar ég fór kolvitlausum megin fram úr rúminu og eyddi vinnudeginum að mestu í að reka mig í, sulla niður kaffi og vera pirruð yfir fánýtum smáatriðum. Og ekki batnaði það eftir vinnu. Ég ætlaði að taka á mig krók á heimleiðinni, koma við í Melabúðinni og kaupa saltkjöt - en það reyndist uppselt (ábyggilega umfjölluninni í Fréttablaðinu að kenna). Þá gekk ég út í Nóatún – svo ég yrði örugglega komin nógu langt að heiman og gæti verið viss um að frjósa í hel á heimleiðinni. Í Nóatúni fékk ég saltkjöt og eldaði það þegar heim var komið. Fingurna kól sem betur fer ekki af mér á heimleiðinni en það lá nærri. Mistök að vera með asnalega hanska í staðinn fyrir lopavettlinga.
Hörmungum dagsins var samt ekki lokið. Ekki nóg með að bróðir minn tæki fagnandi á móti mér og æfði á mér nýjar aðferðir til að snúa fólk niður sem hann hafði lært þá um daginn. [Innskot: Drengurinn er í Lögregluskólanum. Hann er ekki enn búinn að koma heim og segja: „Í dag var okkur kennt að telja mótmælendur.“ En það hlýtur að koma að því. Ég bíð spennt.] Ó, nei. Það versta var eftir. Saltkjötið úr Nóatúni var nefnilega vont. Ég hef aldrei fengið eins vont saltkjöt. Sem betur fer tókust baunirnar ágætlega – enda setti ég ekki nema agnarlítið af saltkjötssoðinu í þær, sem var auðvitað eins óætt og kjötið sjálft. Baunirnar urðu sérstaklega góðar þegar ég setti ferskt kóríander út í þær. Mjög ánægð með þá hugdettu. En ótrúlega mörgum hefur fundist það svívirðileg helgispjöll að nota eitthvað "nýtt" út í þær. Skil þetta ekki. Heldur fólk kannski að gulrætur og rófur hafi alltaf verið ræktaðar á Íslandi?
þriðjudagur, 24. febrúar 2004
mánudagur, 23. febrúar 2004
Hah! Ég bakaði vatnsdeigsbollur í gærkvöld. Og byrjaði meira að segja löngu fyrir miðnætti, þ.e. um tíuleytið í gærkvöld. Reyndar misheppnuðust þær hálfvegis -- en þær eru samt ágætar á bragðið. Það skiptir mestu.
En nú er tekinn við annars konar vandræðagangur. Sko: Bróðir minn er búinn að búa hjá mér frá áramótum. Við skiptumst á að elda; sjáum um viku í senn. Og núna er mín vika að elda. Og ég ætlaði að halda þjóðlegar hefðir í heiðri: elda fiskbollur í kvöld og saltkjöt & baunir annað kvöld. En ég hugsaði ekki út í að svoleiðis matur yrði að sjálfsögðu líka í mötuneytinu. Það flækir málin svolítið því mig langar ekki að borða það sama tvisvar sama daginn tvo daga í röð.
Ég gæti auðvitað fengið mér salat núna og eldað fiskbollur í kvöld. En ég er svöng. Mig langar í almennilegan mat. Kannski ég fái mér fiskbollurnar -- og eldi svo bara öðruvísi fiskbollur í kvöld. Kannski með hellingi af rifnum gulrótum og einhverju undarlegu kryddi. Svo fæ ég mér bara salat í hádeginu á morgun og elda svo saltkjöt & baunir. Auðvitað geri ég þetta svona. Málið leyst. Af hverju vesenast maður stundum svona mikið yfir einföldum hlutum?
En nú er tekinn við annars konar vandræðagangur. Sko: Bróðir minn er búinn að búa hjá mér frá áramótum. Við skiptumst á að elda; sjáum um viku í senn. Og núna er mín vika að elda. Og ég ætlaði að halda þjóðlegar hefðir í heiðri: elda fiskbollur í kvöld og saltkjöt & baunir annað kvöld. En ég hugsaði ekki út í að svoleiðis matur yrði að sjálfsögðu líka í mötuneytinu. Það flækir málin svolítið því mig langar ekki að borða það sama tvisvar sama daginn tvo daga í röð.
Ég gæti auðvitað fengið mér salat núna og eldað fiskbollur í kvöld. En ég er svöng. Mig langar í almennilegan mat. Kannski ég fái mér fiskbollurnar -- og eldi svo bara öðruvísi fiskbollur í kvöld. Kannski með hellingi af rifnum gulrótum og einhverju undarlegu kryddi. Svo fæ ég mér bara salat í hádeginu á morgun og elda svo saltkjöt & baunir. Auðvitað geri ég þetta svona. Málið leyst. Af hverju vesenast maður stundum svona mikið yfir einföldum hlutum?
sunnudagur, 22. febrúar 2004
Er að reyna að ákveða hvort ég nenni að baka bollur í kvöld eða hvort ég kaupi bara ófylltar vatnsdeigsbollur. Keypti bollur í fyrra og það var svosem í lagi, en búðarbollur eru samt asnalegar. Stórar og klunnalegar. Vatnsdeigsbollurnar sem ég baka eru litlar og sætar. (Undantekning frá reglunni um að ég sé ekkert tiltakanlega pen.) Svo eru þær auðvitað miklu betri. Ég væri vís til að vandræðast yfir þessu fram eftir kvöldi en taka svo brjálæðiskast undir miðnætti og baka svolítið. Stundum geri ég hlutina á undarlegum tímum. Það kemur í ljós hvernig fer í þetta sinn.
laugardagur, 21. febrúar 2004
Lhasa er frábær. Hef hlustað mikið á gamla diskinn hennar, La Llorona, sem er algjört æði; tók hann hvað eftir annað á bókasafninu í fyrra – en kom því loksins í verk að kaupa hann um daginn og nýja diskinn líka, The Living Road. Hann er fínn, samt kannski ekki alveg eins góður. Þar syngur hún ýmist á spænsku, frönsku eða ensku – og enn sem komið er finnst mér síst að hlusta á hana á ensku. Svipað og þegar Edith Piaf syngur á ensku; það passar ekki. Franskan hjá Piaf er svo órjúfanlegur hluti af tónlistinni, og ég held að svipað megi segja um Lhösu (verður ekki að beygja nafnið svona?); spænskan fellur betur að tónlistinni hennar (og franskan líka).
Held að uppáhaldslagið mitt með Lhösu sé fyrsta lagið á gamla disknum, De cara a la pared. Rigningarhljóðið í því er algjörlega ómótstæðilegt. Þegar veðrið er andstyggilegt, slagviðri og viðbjóður, er fátt betra en að spila þetta lag og ímynda sér að rigningin sé hitaskúr og maður gangi um steinlagðar borgargötur að kvöldlagi í þunnum sumarkjól. (Kannski ekki alveg í samræmi við grátinn og kveinstafina sem ég held að sé lýst í textanum, en það er annað mál.)
Held að uppáhaldslagið mitt með Lhösu sé fyrsta lagið á gamla disknum, De cara a la pared. Rigningarhljóðið í því er algjörlega ómótstæðilegt. Þegar veðrið er andstyggilegt, slagviðri og viðbjóður, er fátt betra en að spila þetta lag og ímynda sér að rigningin sé hitaskúr og maður gangi um steinlagðar borgargötur að kvöldlagi í þunnum sumarkjól. (Kannski ekki alveg í samræmi við grátinn og kveinstafina sem ég held að sé lýst í textanum, en það er annað mál.)
föstudagur, 20. febrúar 2004
Eitt próf fyrir helgi.
You're Catch-22! by Joseph Heller
Incredibly witty and funny, you have a taste for irony
in all that you see. It seems that life has put you in perpetually
untenable situations, and your sense of humor is all that gets you
through them. These experiences have also made you an ardent
pacifist, though you present your message with tongue sewn into cheek.
You could coin a phrase that replaces the word "paradox"
for millions of people.
Take the Book Quiz at the Blue Pyramid.
Endanlega orðin galin? Það hélt ég sem snöggvast í gær. Fannst ískyggilegt að sjónin sviki mig hastarlega annan daginn í röð. Ég gekk nefnilega upp Bankastrætið eftir vinnu og fannst ég sjá risatúlípana. Varð hrædd um að næst breyttist rykið undir rúminu í litla græna kalla og ég færi að heyra raddir sem segðu mér að teikna lítil hjörtu á öll þingskjölin eða eitthvað þaðan af verra. En þegar betur var að gáð reyndist þetta ekki skynvilla. Það var í alvörunni búið að breyta ljósastaurunum í túlípana. Hrikalega flott.
Það er víst að koma helgi einu sinni enn og ég er ekki búin að blogga um þá síðustu eins og ég ætlaði mér. Kannski kemst það í verk í dag.
Það er víst að koma helgi einu sinni enn og ég er ekki búin að blogga um þá síðustu eins og ég ætlaði mér. Kannski kemst það í verk í dag.
miðvikudagur, 18. febrúar 2004
Stundum mætti halda að ég væri ólæs. (Sem væri frekar óheppilegt í mínu starfi.) Rétt í þessu leit ég á tölvuskjáinn þar sem lagasafnið blasti við (í númeraröð) – og varð svolítið hverft við því ég sá þarna glænýtt lagaheiti. Þegar ég neri augun og kannaði málið betur kom auðvitað í ljós að lög um ráðstöfun dauðra eru alls ekki til! Hins vegar eru til lög um ákvörðun dauða (nr. 15/1991) og í næstu línu á eftir eru lög um ráðstafanir vegna aflabrests í loðnuveiðum (nr. 13/1991).
Ég er reyndar nokkuð ánægð með þetta nýja lagaheiti. Hvernig væri að breyta um heiti á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu? Lög um ráðstöfun dauðra er mun þjálla. Það væri hægt að nota tækifærið og bæta við nýju ákvæði þar sem ítrekað væri að hafnir teljist ekki lögmætir grafreitir.
Ég er reyndar nokkuð ánægð með þetta nýja lagaheiti. Hvernig væri að breyta um heiti á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu? Lög um ráðstöfun dauðra er mun þjálla. Það væri hægt að nota tækifærið og bæta við nýju ákvæði þar sem ítrekað væri að hafnir teljist ekki lögmætir grafreitir.
mánudagur, 16. febrúar 2004
Bráðabirgðatiltekt í tenglasafninu lokið. Það kemur í ljós hvernig nýja skiptingin reynist. Helstu breytingar aðrar: Nokkrum sem telja má hafa hætt að blogga (er ég að reyna að setja met í því hversu mörgum sagnorðum er hægt að raða saman, eða hvað?) var varpað út í ystu myrkur, einstaka aðilar að sams konar hegðun voru sendir í Niflheim niður, nokkrir linkar voru uppfærðir. Nýir linkar eru á Eyðimörkina og Hildi Eddu, frænku mína, og Pezið sem ég hef ítrekað gleymt að linka á. Telja má vafalaust að ég gleymi að linka á einhverja aðra. En það er hefð og gerir því ekkert til.
Meðmæli dagsins fær eyðimerkurbloggið. Það fær fastan link þegar ég kem því í verk að stokka upp vinstri vænginn. Núverandi dilkadráttur er alveg hættur að virka.
Indælis helgi að baki annars. Blogga kannski um hana á eftir ef ég finn mér tíma til þess. Eða á morgun.
Indælis helgi að baki annars. Blogga kannski um hana á eftir ef ég finn mér tíma til þess. Eða á morgun.
Ostaprófið:
I am a salty, crumbly cheese from Greece.
I am overflowing with charisma.
I am a confident intellectual who is very ambitious.
Cheese Test: What type of cheese are you?
I am a salty, crumbly cheese from Greece.
I am overflowing with charisma.
I am a confident intellectual who is very ambitious.
Cheese Test: What type of cheese are you?
miðvikudagur, 11. febrúar 2004
Persónuleikapróf dagsins:
You are Virginia Woolf! You were openly bisexual
and had public affairs, but you never liked
sex. You wrote a seminal feminist work, long
before feminists knew that they were feminists.
In this vein, you never really considered
yourself a feminist. You were a tragic figure,
but a damn genius.
Which Western feminist icon are you?
brought to you by Quizilla
You are Virginia Woolf! You were openly bisexual
and had public affairs, but you never liked
sex. You wrote a seminal feminist work, long
before feminists knew that they were feminists.
In this vein, you never really considered
yourself a feminist. You were a tragic figure,
but a damn genius.
Which Western feminist icon are you?
brought to you by Quizilla
þriðjudagur, 10. febrúar 2004
Þreyta er hverfult hugtak. Slenið sem hrjáði mig á föstudaginn hvarf eins og dögg fyrir sólu undir kvöldið (hmmm, sennilega öfugsnúið að blanda sólinni í þetta), og í vinnupartíinu (sem stóð langt fram á nótt) var ég auðvitað með þeim síðustu út. Hugmyndir um að ég færi ábyggilega snemma heim sökum þreytu reyndust að sjálfsögðu ranghugmyndir. Var bara þeim mun uppgefnari á laugardaginn í staðinn. En það gerði nú ekkert til.
Gerði ekkert um helgina – þrátt fyrir nokkur verkefni sem biðu – nema að lesa þrjár Rankin/Rebus-bækur. Hægt að eyða tímanum í ýmislegt verra en það. Já, og svo fór ég í bíó – á Leyndardóm gula herbergisins sem er á frönsku kvikmyndahátíðinni. Gaman að ýmsu í henni, en fimmaurabrandararnir voru stundum óþarflega langir. Eiginlega voru heldur mörg atriði einn langur fimmaurabrandari. Gat orðið pínu þreytandi.
Annars er ég búin að uppgötva að það sé misskilningur að sólarhringinn vanti nokkra klukkutíma. Ég er allavega búin að skipta um skoðun. Núna langar mig meira í aukadag í vikuna. Aukafrídag. Þegar ég á frí um helgar er ég oft búin að vera á laugardegi eftir langa og stranga vinnuviku (ekki síst eftir viku eins og þá síðustu sem tók töluvert á en var líka stórskemmtileg). Á hefðbundnum sunnudegi er ég svo aðeins að hjarna við og á góðri leið með að fara hugsanlega að koma einhverju í verk innan tíðar. En svo verður aldrei af neinu því maður þarf að mæta aftur í vinnuna á mánudegi.
Möguleg lausn á þessu gæti verið að gera mánudag að frídegi en mér fyndist það ekkert sérlega góð hugmynd. Mig langar ekkert að vinna minna en ég geri. Mig langar bara í meira frí. Nýjan frídag á eftir sunnudegi en á undan mánudegi. Hann gæti heitið aukadagur.
Gerði ekkert um helgina – þrátt fyrir nokkur verkefni sem biðu – nema að lesa þrjár Rankin/Rebus-bækur. Hægt að eyða tímanum í ýmislegt verra en það. Já, og svo fór ég í bíó – á Leyndardóm gula herbergisins sem er á frönsku kvikmyndahátíðinni. Gaman að ýmsu í henni, en fimmaurabrandararnir voru stundum óþarflega langir. Eiginlega voru heldur mörg atriði einn langur fimmaurabrandari. Gat orðið pínu þreytandi.
Annars er ég búin að uppgötva að það sé misskilningur að sólarhringinn vanti nokkra klukkutíma. Ég er allavega búin að skipta um skoðun. Núna langar mig meira í aukadag í vikuna. Aukafrídag. Þegar ég á frí um helgar er ég oft búin að vera á laugardegi eftir langa og stranga vinnuviku (ekki síst eftir viku eins og þá síðustu sem tók töluvert á en var líka stórskemmtileg). Á hefðbundnum sunnudegi er ég svo aðeins að hjarna við og á góðri leið með að fara hugsanlega að koma einhverju í verk innan tíðar. En svo verður aldrei af neinu því maður þarf að mæta aftur í vinnuna á mánudegi.
Möguleg lausn á þessu gæti verið að gera mánudag að frídegi en mér fyndist það ekkert sérlega góð hugmynd. Mig langar ekkert að vinna minna en ég geri. Mig langar bara í meira frí. Nýjan frídag á eftir sunnudegi en á undan mánudegi. Hann gæti heitið aukadagur.
Skemmtilegt próf og ágætis niðurstaða:
what number are you?
I am infinity You may worship me, but from afar _ |
föstudagur, 6. febrúar 2004
Tíminn heldur áfram að vera skrýtinn. Þegar vekjaraklukkan hringdi í morgun var ég heillengi að átta mig á því hvort það væri föstudagur eða laugardagur. (Var býsna lengi í vinnunni í gærkvöld; svolítið rugluð í kollinum eftir allan hasarinn.) Á endanum tókst mér að snúa heilanum í gang og uppgötva að sennilega væri föstudagur og ég þyrfti þess vegna að mæta í vinnuna þótt mig langaði mest af öllu að fara aftur að sofa – en ég reyndi að hugga mig við það að ég myndi bara leggjast upp í sófa undireins og ég kæmi heim í dag og ekki hreyfast þaðan fyrr en ég færði mig inn í rúm.
En svo gerði ég þá „óþægilegu“ uppgötvun að ég yrði að mæta í vinnupartíi í kvöld. Ekki misskilja mig – það er sko nákvæmlega engin kvöð, enda bý ég við einhverja skemmtilegustu vinnufélaga sem til eru norðan Mundíufjalla og þótt víðar væri leitað. En ég er þreeeeeyyyyytt. (Er þetta til marks um að ég sé orðin öldruð? Þegar það þyrmir næstum yfir mig við tilhugsunina um skemmtanir?)
Eins gott að það er að koma helgi. Veit ekki hvenær í ósköpunum ég ætti annars að hafa tíma til að lesa allan bækurnar eftir Ian Rankin sem ég var að fá lánaðar án þess að stofna svefninum í stórhættu. Eins og stundum hefur gerst. Gerði eitt sinn þau mistök að byrja að lesa The Falls á mánudagskvöldi, gat að sjálfsögðu ekki hætt fyrr en ég sofnaði ofan í bókina, var illa sofin í vinnunni á þriðjudegi, gat samt ekki annað en klárað bókina um kvöldið (eða nóttina), var aftur illa sofin á miðvikudegi og ætlaði svo sannarlega að bæta úr um kvöldið og fara snemma að sofa. En slysin gera ekki boð á undan sér. Þennan dag kom Resurrection Men upp í hendurnar á mér. Og leikurinn endurtók sig.
En svo gerði ég þá „óþægilegu“ uppgötvun að ég yrði að mæta í vinnupartíi í kvöld. Ekki misskilja mig – það er sko nákvæmlega engin kvöð, enda bý ég við einhverja skemmtilegustu vinnufélaga sem til eru norðan Mundíufjalla og þótt víðar væri leitað. En ég er þreeeeeyyyyytt. (Er þetta til marks um að ég sé orðin öldruð? Þegar það þyrmir næstum yfir mig við tilhugsunina um skemmtanir?)
Eins gott að það er að koma helgi. Veit ekki hvenær í ósköpunum ég ætti annars að hafa tíma til að lesa allan bækurnar eftir Ian Rankin sem ég var að fá lánaðar án þess að stofna svefninum í stórhættu. Eins og stundum hefur gerst. Gerði eitt sinn þau mistök að byrja að lesa The Falls á mánudagskvöldi, gat að sjálfsögðu ekki hætt fyrr en ég sofnaði ofan í bókina, var illa sofin í vinnunni á þriðjudegi, gat samt ekki annað en klárað bókina um kvöldið (eða nóttina), var aftur illa sofin á miðvikudegi og ætlaði svo sannarlega að bæta úr um kvöldið og fara snemma að sofa. En slysin gera ekki boð á undan sér. Þennan dag kom Resurrection Men upp í hendurnar á mér. Og leikurinn endurtók sig.
fimmtudagur, 5. febrúar 2004
Mikið getur tíminn verið afstæður og liðið undarlega. Stefán og Steinunn voru svo indæl að bjóða mér í mat í gærkvöld og við kjöftuðum síðan út í eitt fram eftir kvöldi, ja og eiginlega svolítið lengur. Tíminn leið nefnilega eftir svo undarlegum brautum. Ég leit þrisvar á klukkuna. Fyrst reyndist hún vera rúmlega tíu, og ég var ógurlega fegin að hún skyldi ekki vera orðin meira. Næst var komið miðnætti, og þá hugsaði ég: „Jæja, það er nú best að fara að koma sér heim.“ Síðan leið bara smástund í viðbót – að mér fannst. Þannig að ég skil bara ekkert í því hvernig klukkan fór að því að vera orðin tvö. Allt í einu. Svona getur tíminn gufað upp þegar maður er með skemmtilegu fólki. (Bestu þakkir fyrir mig.)
Á nýliðnu bloggauðnartímabili hefur annars ótalmargt skemmtilegt gerst. Það voru auðvitað jól – sem voru ósköp indæl og áramótin sömuleiðis. Best af öllu var samt afmælið mitt um daginn. Ég er búin að vera í væmniskasti síðan (virðist orðið fastur liður á þessum árstíma) yfir því hvað mér finnst vinir mínir frábærir og æðislegir og ég veit ekki hvað og hvað. Það er svo sem ekki slæmt.
Já, og svo eru stórfréttir: Fastur liður á þessu bloggi hafa verið kvartanir og kveinstafir yfir skorti á bókahillum – en nú verður hlé á slíku nöldri. Ég keypti mér nefnilega bókahillur um daginn! Alveg helling! Þrjá Billy-bókaskápa með upphækkun. Allgott. (Í fornri merkingu forliðarins all-.)
Á nýliðnu bloggauðnartímabili hefur annars ótalmargt skemmtilegt gerst. Það voru auðvitað jól – sem voru ósköp indæl og áramótin sömuleiðis. Best af öllu var samt afmælið mitt um daginn. Ég er búin að vera í væmniskasti síðan (virðist orðið fastur liður á þessum árstíma) yfir því hvað mér finnst vinir mínir frábærir og æðislegir og ég veit ekki hvað og hvað. Það er svo sem ekki slæmt.
Já, og svo eru stórfréttir: Fastur liður á þessu bloggi hafa verið kvartanir og kveinstafir yfir skorti á bókahillum – en nú verður hlé á slíku nöldri. Ég keypti mér nefnilega bókahillur um daginn! Alveg helling! Þrjá Billy-bókaskápa með upphækkun. Allgott. (Í fornri merkingu forliðarins all-.)
þriðjudagur, 3. febrúar 2004
Það er lygi og rógburður að ég sé hætt að blogga. Kannski þarf ég að viðurkenna nokkurn skort á bloggdjörfung og -dug, en það þýðir ekki – endurtek: ekki – að ég hafi nokkurn tíma hætt að blogga. Alls ekki. Ég hef til dæmis verið frekar dugleg að blogga í huganum. Kannski ég reyni að halda því fram að ég hafi verið að gera tilraunir með fjarhrif á bloggsíðuna mína. Þær hafa augljóslega ekki skilað neinum árangri – spurning hvort ég er nauðbeygð að gefa þær upp á bátinn eða hvort ég ætti að halda þeim áfram? Hugarburður getur verið miklu skemmtilegri en raunveruleikinn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)