Farin í fríið. Efast stórlega um að ég nenni að blogga á meðan.
föstudagur, 23. júlí 2004
fimmtudagur, 22. júlí 2004
Ég ætla ekkert að afsaka bloggfallið síðasta hálfa mánuðinn. Get svo sem upplýst að daginn eftir að ég bloggaði síðast var verulega léttúðugt blogg í undirbúningi - en þegar ég ætlaði að fara að skrásetja það hringdi síminn og ég fékk þær fréttir að góð vinkona mín hefði misst níu ára dóttur sína í hörmulegu slysi. Undir svoleiðis kringumstæðum hættir léttúðugt hjal um daginn og veginn og jarðálfinn Láka og álíka fánýta hluti að vera manni efst í huga.
Í gleðilegri fréttum er það hins vegar helst að ég fer í sumarfrí á morgun og er að tapa mér af tilhlökkun. Flýg til Kaupmannahafnar síðdegis á morgun, gisti eina nótt hjá Hönnu vinkonu minni, flýg svo áfram til Berlínar morguninn eftir, tek lest beint til Leipzig og verð þar í viku, fer svo til Berlínar til vikudvalar, flýg svo til baka til Kaupmannahafnar, gisti aftur hjá Hönnu eina nótt - og neyðist svo víst til að snúa aftur heim á þetta fúla land. En það er óþarfi að eyða tímanum í að kvíða heimkomunni - ætla frekar að einbeita mér að því að njóta frísins út í ystu æsar. Hef ekki átt alvöru sumarfrí síðan ég var tólf ára - en finnst líklegt að ekki verði aftur snúið eftir þetta. Sumarfrí eru ábyggilega ávanabindandi.
Í gleðilegri fréttum er það hins vegar helst að ég fer í sumarfrí á morgun og er að tapa mér af tilhlökkun. Flýg til Kaupmannahafnar síðdegis á morgun, gisti eina nótt hjá Hönnu vinkonu minni, flýg svo áfram til Berlínar morguninn eftir, tek lest beint til Leipzig og verð þar í viku, fer svo til Berlínar til vikudvalar, flýg svo til baka til Kaupmannahafnar, gisti aftur hjá Hönnu eina nótt - og neyðist svo víst til að snúa aftur heim á þetta fúla land. En það er óþarfi að eyða tímanum í að kvíða heimkomunni - ætla frekar að einbeita mér að því að njóta frísins út í ystu æsar. Hef ekki átt alvöru sumarfrí síðan ég var tólf ára - en finnst líklegt að ekki verði aftur snúið eftir þetta. Sumarfrí eru ábyggilega ávanabindandi.
þriðjudagur, 6. júlí 2004
föstudagur, 2. júlí 2004
Þórdís bloggsnillingur er farin að semja klámsögu. Reyndar hefur eitthvert fólk haldið því fram að þetta sé fremur rauð ástarsaga. Það getur svosem verið. Annars hallast ég að því að þetta geti alveg verið hvort tvegga. Mörkin milli þessara bókmenntagreina eru ekkert alltaf skýr.
Uppáhaldssetningin mín í fyrsta kaflanum er: "Hún fann hvernig ástríðan óx og gat sér til um að hann væri ekki ósnortinn þegar hún sá að honum hafði fipast fiskskurðurinn."
Hrein snilld. Svo er nafnið á kvenpersónunni (Amanda) punkturinn yfir i-ið eins og bent hefur verið á í kommentunum hjá Þórdísi.
Fisksalinn er enn nafnlaus. Ég hef lagt til að hann fái nafnið Geirharður. Væri það ekki nokkuð viðeigandi nafn á persónu í klámsögu?
Uppáhaldssetningin mín í fyrsta kaflanum er: "Hún fann hvernig ástríðan óx og gat sér til um að hann væri ekki ósnortinn þegar hún sá að honum hafði fipast fiskskurðurinn."
Hrein snilld. Svo er nafnið á kvenpersónunni (Amanda) punkturinn yfir i-ið eins og bent hefur verið á í kommentunum hjá Þórdísi.
Fisksalinn er enn nafnlaus. Ég hef lagt til að hann fái nafnið Geirharður. Væri það ekki nokkuð viðeigandi nafn á persónu í klámsögu?
Vandamál vikunnar tengist múmínálfunum. Ég hef undir höndum tvær bækur, báðar á sænsku, sem eru næstum því sú sama - en ekki alveg.
Önnur heitir Muminpappans memoarer (Minningar múmínpabba), útgefin í Stokkhólmi 1968.
Hin heitir Muminpappans bravader (Raupsögur múmínpabba), útgefin í Helsinki 1950. [Áhugamenn um fjölbreytileika hafa kannski gaman af að vita að undirtitillinn á forsíðu þeirrar bókar er: "Skrivna af honom själv", en á titilsíðunni: "Berättade av honom själv"!]
Textinn í bókunum tveimur er að mestu sá sami - en bara að mestu. Stundum hefur einu orði verið skipt út fyrir annað (t.d. "beskrive" vs. "berätta" í fyrirsögn fyrsta kafla) en það er minnsti munurinn. Í báðum bókunum er formáli frá múmínpabba en í þeirri síðari er einnig prólógus þar á undan. Býsna miklu munar síðan á formálanum í bókunum tveim - og fljótlega koma í ljós drjúgar breytingar á textanum öllum hér og þar (a.m.k. framan af bókinni, ég er ekki komin mjög langt í samanburðinum).
Í formála raupsagnanna segir t.d.:
"... sitter i kväll vid mitt fönster och ser eldflugorna dansa i den mörka, varma trädgården ..."
Á sama stað í minningunum stendur:
"... sitter ikväll vid mitt fönster och ser lysmaskarna brodera hemliga tecken därute i trädgårdens sammetsmörker ..."
Ég er verulega með böggum hildar yfir að vita ekki hvernig á þessu stendur. Í fyrstu hélt ég að kannski væri meiri munur á finnlandssænsku og "venjulegri" sænsku en mér hefði verið kunnugt um - en það var áður en ég uppgötvaði hversu miklar breytingarnar eru á köflum.
Getur verið að Tove Jansson hafi endurskrifað bókina? Ef svo er, á það við um fleiri af bókunum hennar?
Vona að einhver múmínfræðingurinn sem les þetta geti upplýst mig um málið. Svo ég geti aftur sofið rótt.
Önnur heitir Muminpappans memoarer (Minningar múmínpabba), útgefin í Stokkhólmi 1968.
Hin heitir Muminpappans bravader (Raupsögur múmínpabba), útgefin í Helsinki 1950. [Áhugamenn um fjölbreytileika hafa kannski gaman af að vita að undirtitillinn á forsíðu þeirrar bókar er: "Skrivna af honom själv", en á titilsíðunni: "Berättade av honom själv"!]
Textinn í bókunum tveimur er að mestu sá sami - en bara að mestu. Stundum hefur einu orði verið skipt út fyrir annað (t.d. "beskrive" vs. "berätta" í fyrirsögn fyrsta kafla) en það er minnsti munurinn. Í báðum bókunum er formáli frá múmínpabba en í þeirri síðari er einnig prólógus þar á undan. Býsna miklu munar síðan á formálanum í bókunum tveim - og fljótlega koma í ljós drjúgar breytingar á textanum öllum hér og þar (a.m.k. framan af bókinni, ég er ekki komin mjög langt í samanburðinum).
Í formála raupsagnanna segir t.d.:
"... sitter i kväll vid mitt fönster och ser eldflugorna dansa i den mörka, varma trädgården ..."
Á sama stað í minningunum stendur:
"... sitter ikväll vid mitt fönster och ser lysmaskarna brodera hemliga tecken därute i trädgårdens sammetsmörker ..."
Ég er verulega með böggum hildar yfir að vita ekki hvernig á þessu stendur. Í fyrstu hélt ég að kannski væri meiri munur á finnlandssænsku og "venjulegri" sænsku en mér hefði verið kunnugt um - en það var áður en ég uppgötvaði hversu miklar breytingarnar eru á köflum.
Getur verið að Tove Jansson hafi endurskrifað bókina? Ef svo er, á það við um fleiri af bókunum hennar?
Vona að einhver múmínfræðingurinn sem les þetta geti upplýst mig um málið. Svo ég geti aftur sofið rótt.
Það er lykkjufall á skærbleiku sokkabuxunum mínum. Ég varð næstum pirruð og fúl en þá lagði einn vinnufélagi minn til að ég startaði bara lykkjufalli á sama stað á hinni löppinni til samræmis. Líst vel á hugmyndina. Hætta að fárast yfir leiðindaatvikum, snúa þeim í staðinn upp í skapandi ferli ... Allt spurning um hugarfar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)