föstudagur, 20. ágúst 2004

Kveinið hér fyrir neðan um að mig vanti vinnu í útlöndum hefur skilað nokkrum tilboðum. Gallinn er að þau virðast öll snúast um húsverk.

Sko. Ég kann alveg að elda mat, baka brauð og kökur - og þótt mér finnist afbrigðilega lítið skemmtilegt að strauja, þurrka af, skúra, skrúbba, bóna o.s.frv., þá get ég alveg innt slík leiðindaverk þokkalega af hendi ef sá gállinn er á mér (sem er reyndar sjaldan). Mér kemur líka yfirleitt prýðilega saman við börn (þótt ég sjái ekki nokkra einustu ástæðu til að eignast þau sjálf).

En ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að hæfileikar mínir væru töluvert víðtækari. (Ég kann að telja, reima skóna ... - og ... og ... ýmislegt fleira sem of langt mál er að telja upp hér.) Eiginlega er ég hálfmóðguð. Af hverju í ósköpunum vill þetta fólk hlekkja mig bak við eldavélina?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli