þriðjudagur, 29. mars 2005
sunnudagur, 27. mars 2005
Gott að það er einn dagur eftir af páskafríinu. Þá er enn sjens að koma í verk einhverjum af þeim skrilljón hlutum sem ég ætlaði (og þurfti) að gera. Annars er búið að vera ósköp gott að slaka svolítið á (fyrir utan leiðinda andvökurnar sem voru alls ekki slakandi).
Það eina sem hefur ennþá komist í verk - fyrir utan skemmtilegt matarboð á föstudagskvöldið - eru fullkomlega ófyrirséð verkefni, bæði símvirkjun og pípulagnir. Símaföndrið gekk prýðilega og pípulagnirnar svo sem líka þótt þær skiluðu ekki tilætluðum árangri; ég skrúfaði allt sundur inni í vaskaskáp til þess eins að komast að því að stíflan er einhvers staðar neðar. Er búin að fá upplýsingar um ofur-stíflueyði og kanna málið strax eftir páska. Samt fullmikið að geyma óhreina leirtauið úr matarboðinu á föstudagskvöldið þangað til vaskurinn kemst aftur í gangið. Trúlega best að vesenast eitthvað með vaskafat á eftir.
Það eina sem hefur ennþá komist í verk - fyrir utan skemmtilegt matarboð á föstudagskvöldið - eru fullkomlega ófyrirséð verkefni, bæði símvirkjun og pípulagnir. Símaföndrið gekk prýðilega og pípulagnirnar svo sem líka þótt þær skiluðu ekki tilætluðum árangri; ég skrúfaði allt sundur inni í vaskaskáp til þess eins að komast að því að stíflan er einhvers staðar neðar. Er búin að fá upplýsingar um ofur-stíflueyði og kanna málið strax eftir páska. Samt fullmikið að geyma óhreina leirtauið úr matarboðinu á föstudagskvöldið þangað til vaskurinn kemst aftur í gangið. Trúlega best að vesenast eitthvað með vaskafat á eftir.
Ég er búin að vera andvaka í alla nótt. Þreytandi. Nei, pirrandi - alls ekki þreytandi nema þá á kolvitlausan hátt. Mikið væri samt gott ef andvakan hefði verið nógu þreytandi til að svæfa mig.
Það steiktasta er samt að ég horfði á Lost in Translation í gærkvöld. Er ekki fulllangt gengið að láta andvökur persóna í bíómynd smitast yfir á sjálfa sig? Sennilega má ég þakka fyrir að hafa ekki misst minnið við að horfa á Bourne Supremacy um daginn.
Þetta er fallegur morgunn - liggur við að ég fari út að spássera. Nenni því samt varla. Sennilega held ég frekar áfram að reyna að sofna.
Gleðilega páska, annars.
Það steiktasta er samt að ég horfði á Lost in Translation í gærkvöld. Er ekki fulllangt gengið að láta andvökur persóna í bíómynd smitast yfir á sjálfa sig? Sennilega má ég þakka fyrir að hafa ekki misst minnið við að horfa á Bourne Supremacy um daginn.
Þetta er fallegur morgunn - liggur við að ég fari út að spássera. Nenni því samt varla. Sennilega held ég frekar áfram að reyna að sofna.
Gleðilega páska, annars.
miðvikudagur, 23. mars 2005
Það heyrir til undantekninga að mig dreymi (þ.e. að ég muni eftir því) en síðustu nætur hefur mig dreymt meira en mörg síðustu ár samtals. Skil ekkert í þessum ósköpum. Sumir draumarnir eru reyndar augljóslega vinnutengdir; draumurinn sem byggist á hvítum fleti með svörtu mynstri (stökkbreyttu letri?) sem hluti er svo skorinn út úr tengist frekar augljóslega öllu fylgiskjalaföndrinu.
Veit hins vegar ekki alveg með drauminn þar sem ég er ásamt einhverjum á flótta undan morðóðum brjálæðingum sem reyna að komast yfir dýrgrip sem við gætum eins og sjáaldurs auga okkar. Kannski er dýrgripurinn íslensk tunga og morðóðu brjálæðingarnir málsóðar. Hmmm...
Veit hins vegar ekki alveg með drauminn þar sem ég er ásamt einhverjum á flótta undan morðóðum brjálæðingum sem reyna að komast yfir dýrgrip sem við gætum eins og sjáaldurs auga okkar. Kannski er dýrgripurinn íslensk tunga og morðóðu brjálæðingarnir málsóðar. Hmmm...
þriðjudagur, 22. mars 2005
Ja hérna. Nú er rýnirinn búinn að eyða nokkrum orðum á mig - einkum bloggletina - og ég búin að játa sekt mína á kommentakerfinu þar. Annars finnst mér bloggið mitt miklu frekar vera "stundum blogg" en "einu sinni var blogg" eins og rýnirinn heldur fram og breyti því titlinum til samræmis við það.
Reyndar er þessi svokallaða gagnrýni alls ekki nógu víðtæk - þarna er t.d. ekki eitt einasta orð um þá áráttu mína að tilkynna að "kannski" bloggi ég "bráðum" um eitthvert tiltekið efni án þess að það gerist nokkurn tíma. Eiginlega er þessi rýnir ekkert sérlega gagnrýnn. Sjálfsgagnrýnin mín er greinilega miklu öflugri! ;)
Reyndar er þessi svokallaða gagnrýni alls ekki nógu víðtæk - þarna er t.d. ekki eitt einasta orð um þá áráttu mína að tilkynna að "kannski" bloggi ég "bráðum" um eitthvert tiltekið efni án þess að það gerist nokkurn tíma. Eiginlega er þessi rýnir ekkert sérlega gagnrýnn. Sjálfsgagnrýnin mín er greinilega miklu öflugri! ;)
fimmtudagur, 17. mars 2005
þriðjudagur, 15. mars 2005
mánudagur, 7. mars 2005
miðvikudagur, 2. mars 2005
Þegar minnst er á bækur og hús finnst mér að það ætti að tala um Þórberg Þórðarson að lesa hús.
Þórdís hafði annars greinilega rétt fyrir sér um það að í viðkomandi þætti (sem er að ýmsu leyti fínn en stendur þó ekki fyllilega undir væntingum) sé fjölmiðlafólk undarlega hátt hlutfall af viðmælendunum. Skrýtið.
Tókuð þið eftir því í ANTM í kvöld þegar Tyra fór með eina af stöðluðu ræðunum sínum hvernig fyrirbærið sem gæti verið systir Frankensteins (þ.e. Janice Dickinson) hermdi eftir henni um leið? Konan er brjálæðislega fyndin.
Þórdís hafði annars greinilega rétt fyrir sér um það að í viðkomandi þætti (sem er að ýmsu leyti fínn en stendur þó ekki fyllilega undir væntingum) sé fjölmiðlafólk undarlega hátt hlutfall af viðmælendunum. Skrýtið.
Tókuð þið eftir því í ANTM í kvöld þegar Tyra fór með eina af stöðluðu ræðunum sínum hvernig fyrirbærið sem gæti verið systir Frankensteins (þ.e. Janice Dickinson) hermdi eftir henni um leið? Konan er brjálæðislega fyndin.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)