Fyrir tveimur vikum fékk ég hjólið mitt úr viðgerð eftir alllanga bið - mér til mikillar gleði.
Gleðin varð ekki nógu langvinn því fyrir viku sprakk á hjólinu að aftan. Sem betur fer fékk ég snarlega gert við það og þóttist hafa himin höndum tekið á ný.
Á mánudaginn sprakk aftur að aftan.
Eins og nærri má geta er ég ekki fyllilega sátt við þetta. Vægast sagt.
miðvikudagur, 23. júlí 2008
sunnudagur, 20. júlí 2008
Hávaðamengun
Þegar fólk heldur partí og stillir græjurnar svo hátt frameftir nóttu að allt hverfið heyri örugglega, þá væri kannski lágmarks tillitssemi að spila almennilega tónlist. Ekki nauðganir Björgvins Halldórssonar á gömlum lögum þar sem meira að segja Í fjarlægð breytist í lyftutónlist.
föstudagur, 18. júlí 2008
Ferðast í bókum
Ég er full af ferðaþrá en kemst lítið frá Reykjavík á næstunni. Verð að láta nægja að ferðast í huganum.
Undir þessum kringumstæðum (og ótalmörgum öðrum) eru bækur fyrirtaks hjálpargögn.
Margt verra en að lesa vegaljóð Ingunnar Snædal og 101 Ísland eftir Pál Ásgeir í bland. (Þessar tvær bækur eiga reyndar glettilega margt sameiginlegt, þrátt fyrir að falla bara óbeint í sama flokk: huglægar hringleiðir með topptíulistum.) Svo er upplagt að bæta Fjallvegum í Reykjavík við til að gefa nýja sýn á nánasta umhverfið.
Flottar ferðahandbækur, hver á sinn hátt.
Undir þessum kringumstæðum (og ótalmörgum öðrum) eru bækur fyrirtaks hjálpargögn.
Margt verra en að lesa vegaljóð Ingunnar Snædal og 101 Ísland eftir Pál Ásgeir í bland. (Þessar tvær bækur eiga reyndar glettilega margt sameiginlegt, þrátt fyrir að falla bara óbeint í sama flokk: huglægar hringleiðir með topptíulistum.) Svo er upplagt að bæta Fjallvegum í Reykjavík við til að gefa nýja sýn á nánasta umhverfið.
Flottar ferðahandbækur, hver á sinn hátt.
fimmtudagur, 17. júlí 2008
Skæri
Um þessar mundir stunda ég það töluvert að ráðast á eitthvað með skærum. Hártoppinn í gærkvöld, böndin á bolnum mínum í dag ...
Hvað verður það næst? Þróunin gæti orðið ógnvænleg.
Annars er ég ekkert sérlega ofbeldishneigð. Þótt ég hafi næstum hjólað niður svartan kött um daginn var það óviljandi og þar að auki kettinum að kenna.
Hvað verður það næst? Þróunin gæti orðið ógnvænleg.
Annars er ég ekkert sérlega ofbeldishneigð. Þótt ég hafi næstum hjólað niður svartan kött um daginn var það óviljandi og þar að auki kettinum að kenna.
þriðjudagur, 20. maí 2008
Eurovision á sænsku
Ég hef saknað norrænu umræðuþáttanna um Eurovision óumræðilega. Íslensku þættirnir fullnægðu ekki þörfum mínum fyrir vitsmunalega umræðu um keppnina. En þetta bjargaðist allt í gær - gleði mín var ómæld þegar ég uppgötvaði að á heimasíðu sænska ríkissjónvarpsins er hægt að horfa á þættina sem þar voru gerðir - og þeir eru eiginlega alveg eins og gömlu samnorrænu þættirnir nema núna eru það nokkrir Svíar sem spjalla saman - og líka Thomas Lundin. (Hér er fyrsti þátturinn og hinir þrír eru þarna á sama svæði.)
Ég held með belgíska laginu í kvöld. Mér finnst það skemmtilega krúttlegt.
P.S. kl. 20.22: Af lögunum sem keppa í kvöld finnst mér lögin frá Írlandi, Bosníu-Hersegóvínu og Finnlandi líka skemmtileg. Afgangurinn er mis-skelfilegur.
Ég held með belgíska laginu í kvöld. Mér finnst það skemmtilega krúttlegt.
P.S. kl. 20.22: Af lögunum sem keppa í kvöld finnst mér lögin frá Írlandi, Bosníu-Hersegóvínu og Finnlandi líka skemmtileg. Afgangurinn er mis-skelfilegur.
miðvikudagur, 30. apríl 2008
Margprjónaða peysan
Í fyrradag var ég búin að prjóna rúmlega hálfa lopapeysuermi og bolinn upp að handvegi.
Sama dag rakti ég upp ermina því ég hafði klúðrað útaukningunni.
Í gær rakti ég upp allan bolinn því ég var með alltof margar lykkjur á prjóninum.
Það verður spennandi að sjá hvað mér tekst að prjóna sömu peysuna oft áður en yfir lýkur.
Sama dag rakti ég upp ermina því ég hafði klúðrað útaukningunni.
Í gær rakti ég upp allan bolinn því ég var með alltof margar lykkjur á prjóninum.
Það verður spennandi að sjá hvað mér tekst að prjóna sömu peysuna oft áður en yfir lýkur.
þriðjudagur, 29. apríl 2008
... og silfurbláan Eyjafjallatind ...
Jökullinn var fagur, veðrið var frábært og ferðin gekk að öllu leyti fullkomlega.
Tvær sprungur urðu á vegi okkar en þær hljóðuðu ekki neitt, enda kannski ekki dauðadjúpar þótt önnur væri drjúg. Við höfðum bara lausleg kynni af þeim: leiðsögumaðurinn lenti með löppina upp að mjöðm í annarri og barmurinn gaf sig þegar Álfhildur klofaði yfir hina en einhvern veginn tókst henni að detta aftur fyrir sig og lenda sitjandi á bakkanum hinum megin. Svo klofaði hún bara yfir aftur eða tók létt stökk eins og við hin. Úr því að svona vel fór var þetta bara skemmtilegt ævintýri og ágætis áminning um að við værum á jökli en ekki bara að ganga á eitthvert fjall í snjó. (Og við vorum auðvitað vandlega bundin í línu, þannig að það hefði aldrei farið illa.)
Við höfðum fínasta útsýni á leiðinni upp, horfðum á 'landið fagurt og frítt og fannhvíta jöklanna tinda' en undireins og við komum á tindinn skall á hrímþoka þannig að hár og augnhár á sumum hélaði. Auðvitað hefði verið gaman að sjá norður yfir en þetta jók samt skemmtilega á ævintýrablæinn.
Svo birti aftur á leiðinni niður.
Og þegar göngunni var að ljúka heyrðist í lóu. Ég held að hún hafi ekki sagt okkur til neinna synda.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
P.S. Smávegis tölulegar upplýsingar:
- Gangan frá Seljavöllum á Hámund, hæsta tind Eyjafjallajökuls, tók sex tíma og korter.
- Hækkunin var meira en 1600 m (frá um 50 m.y.s. í 1666 m.y.s.).
- Við vorum fest í línuna eftir um þriggja tíma göngu, í um 900 m hæð ef ég man rétt
- Á toppnum vorum við í um þrjú korter, borðuðum nesti í hrímþoku á Hámundi og gengum svo á Guðnastein.
- Gangan niður tók svo um tvo tíma og fjörutíu mínútur.
sunnudagur, 27. apríl 2008
Fornmaður?
Í gær hafði ég öxi í hönd og lét ófriðlega.
(Þar sem ég er rúðustrikuð skal tekið fram að síðasti parturinn er lygi af bókmenntalegri nauðsyn.)
(Þar sem ég er rúðustrikuð skal tekið fram að síðasti parturinn er lygi af bókmenntalegri nauðsyn.)
föstudagur, 25. apríl 2008
Misjöfn verða morgunverkin
Á morgun verður haldið á Eyjafjallajökul. Tilhugsunin um einn hluta ferðarinnar er svolítið uggvænleg: nauðsyn þess að vakna upp úr klukkan sex. Það verður töluverð tilbreyting frá hefðbundnum laugardögum þegar morgunverkin felast helst í svefni.
miðvikudagur, 23. apríl 2008
Ung í eyra
You are about 20 years old |
The teen repellent will no longer foil you, but you can still hear some pretty high tones. The highest pitched ultrasonic mosquito ringtone that I can hear is 16.7kHz |
Find out which ultrasonic ringtones you can hear! |
þriðjudagur, 22. apríl 2008
Skundi
Þegar gönguhópurinn minn var stofnaður tók drjúga stund að finna hentugt heiti en á endanum var kosið milli nafnanna Gangvirkið og Skundi. Valið var erfitt þangað til bókmenntanördinn gerði sér ljóst að valið stæði milli Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og Enid Blyton. Sem betur fer höfðu aðrir í hópnum svipaðan smekk og einróma sátt náðist um Skunda.
mánudagur, 21. apríl 2008
Hvur rækallinn röndóttur
Tilhugsunin um röndótta þemadagnn var lengi erfið því ég á nákvæmlega ekkert röndótt. Á endanum blasti lausnin þó við - og hún var einlit. Í dag er ég ein rauð rönd.
fimmtudagur, 17. apríl 2008
Tæknileg framleiðsla
"... hluti mannslíkama sem er einangraður frá honum eða framleiddur á annan hátt með tæknilegri aðferð ..."
miðvikudagur, 16. apríl 2008
Hafnir á vegum?
"Jafnsetning hafnanna felur í sér að þær séu svipað á vegi staddar hvað það varðar að uppfylla staðalkröfur."
mánudagur, 24. mars 2008
Spurt og svarað
Hvað er eiginlega málið með nánustu ættingja mína og spurningakeppnir? Hvaða árátta er eiginlega í gangi þannig að þetta fólk getur ekki látið sér nægja að sitja heima hjá sér og spila Trivial eins og eðlilegar manneskjur?
Arna (sem er svo mikil náfrænka mín að hún er eiginlega miklu meira) er nýbúin að brillera í Gettu betur og var bara hársbreidd frá sigri í úrslitunum. Og rétt í þessu var Siggi bróðir minn í úrslitum í spurningakeppni fjölmiðlanna - og stóð sig með miklum ágætum þótt hitt liðið ynni samt.
Ætli það sé hægt að spá fyrir um gengi pabba í Útsvari út frá þessu?
Arna (sem er svo mikil náfrænka mín að hún er eiginlega miklu meira) er nýbúin að brillera í Gettu betur og var bara hársbreidd frá sigri í úrslitunum. Og rétt í þessu var Siggi bróðir minn í úrslitum í spurningakeppni fjölmiðlanna - og stóð sig með miklum ágætum þótt hitt liðið ynni samt.
Ætli það sé hægt að spá fyrir um gengi pabba í Útsvari út frá þessu?
sunnudagur, 23. mars 2008
Málsháttarklúður
Varúð! Þessi bloggfærsla er tuð af sama tagi og bréf frá "konu í Vesturbænum".
Það er alkunna að málshátturinn er mikilvægasti parturinn af páskaegginu. Mörg síðustu ár hef ég þrjóskast við að kaupa Nóa-Síríus-egg þótt mér finnist súkkulaðið í þeim ekkert gott, bara vegna þess að í þeim hafa allavega verið alvöru málshættir, ólíkt heimatilbúna kjaftæðinu sem hefur t.d. verið í Mónu-eggjunum.
Núna ákvað ég hins vegar að breyta til. Eiginlega langaði mig í egg úr dökku súkkulaði en leit að slíku fyrirbæri bar engan árangur. Á endanum ákvað ég að taka sjensinn á Freyju-eggi og braut það með tilhlökkun um hádegisbil í dag. Vonbrigðin voru ómæld þegar í ljós kom eitthvert mesta bull sem ég hef nokkurn tíma heyrt. Hinn svokallaði málsháttur reyndist hljóða svo:
"Betri er lítill fiskur en tómur fiskur."
Ég velti því fyrir mér smástund um hvort "tómur" væri þarna í merkingunni "eintómur" og merkingin væri þá að þótt fiskur væri góður væri samt betra að fá bara smávegis af honum en að troða sig út. Hér væri því boðuð hófsemi. Eða hvort fiskur ætti að hafa trúarlegar vísanir, og þetta væri þá tilraun til að innprenta manni að lítil trú væri betri en annaðhvort innantóm trú eða ofsatrú. (Sjálfri finnst mér eigið trúleysi alveg ágætt, takk fyrir.)
Svo áttaði ég mig á því að málshátturinn hafði bara brenglast og þarna hefði átt að standa "betri er lítill fiskur en tómur diskur."
Fávitar.
Það er alkunna að málshátturinn er mikilvægasti parturinn af páskaegginu. Mörg síðustu ár hef ég þrjóskast við að kaupa Nóa-Síríus-egg þótt mér finnist súkkulaðið í þeim ekkert gott, bara vegna þess að í þeim hafa allavega verið alvöru málshættir, ólíkt heimatilbúna kjaftæðinu sem hefur t.d. verið í Mónu-eggjunum.
Núna ákvað ég hins vegar að breyta til. Eiginlega langaði mig í egg úr dökku súkkulaði en leit að slíku fyrirbæri bar engan árangur. Á endanum ákvað ég að taka sjensinn á Freyju-eggi og braut það með tilhlökkun um hádegisbil í dag. Vonbrigðin voru ómæld þegar í ljós kom eitthvert mesta bull sem ég hef nokkurn tíma heyrt. Hinn svokallaði málsháttur reyndist hljóða svo:
"Betri er lítill fiskur en tómur fiskur."
Ég velti því fyrir mér smástund um hvort "tómur" væri þarna í merkingunni "eintómur" og merkingin væri þá að þótt fiskur væri góður væri samt betra að fá bara smávegis af honum en að troða sig út. Hér væri því boðuð hófsemi. Eða hvort fiskur ætti að hafa trúarlegar vísanir, og þetta væri þá tilraun til að innprenta manni að lítil trú væri betri en annaðhvort innantóm trú eða ofsatrú. (Sjálfri finnst mér eigið trúleysi alveg ágætt, takk fyrir.)
Svo áttaði ég mig á því að málshátturinn hafði bara brenglast og þarna hefði átt að standa "betri er lítill fiskur en tómur diskur."
Fávitar.
föstudagur, 21. mars 2008
Hattífatti
Ég vissi að ég væri skrýtin - en er þetta ekki einum of?
Hvem er du i Mummidalen? | |
Mitt resultat: Hattifnatt Du er Hattifnatt! Du er merkelig du! | |
Ta denne quizen på Start.no |
fimmtudagur, 13. mars 2008
Erna öfugsnúna?
Í morgun fór ég í vinnuna í grænu pilsi og með eitthvað svart sem trefil en kom áðan heim með svart sjal bundið um neðripartinn og með grænt fyrrverandi pils um hálsinn.
Lærdómur dagsins: Þegar fötin reynast í tætlum er gott að eiga stóra klúta.
Lærdómur dagsins: Þegar fötin reynast í tætlum er gott að eiga stóra klúta.
miðvikudagur, 5. mars 2008
Misheyrn dagsins
E: Ég er að reyna að lesa lög um sértryggð skuldabréf ...
Þ: Ha - ljóð um sértryggð skuldabréf?!
E: Hmmm, kannski gengi betur að lesa þetta með ljóðrænu hugarfari ...
Það er bara eitthvað við orðalag eins og "gagnaðilar útgefanda í afleiðusamningum" sem fyllir mig löngun til að einbeita mér að einhverju öðru. Næstum hverju sem er. Og reyndar dugar orðið "afleiðusamningar" yfirleitt eitt til að afvegaleiða ráð og rænu.
Þ: Ha - ljóð um sértryggð skuldabréf?!
E: Hmmm, kannski gengi betur að lesa þetta með ljóðrænu hugarfari ...
Það er bara eitthvað við orðalag eins og "gagnaðilar útgefanda í afleiðusamningum" sem fyllir mig löngun til að einbeita mér að einhverju öðru. Næstum hverju sem er. Og reyndar dugar orðið "afleiðusamningar" yfirleitt eitt til að afvegaleiða ráð og rænu.
þriðjudagur, 22. janúar 2008
Brenglað veruleikaskyn?
Síðustu daga hef ég reglulega efast um veruleikaskyn mitt. Öðru hverju hefur mér fundist ég stödd í hliðarheimi þar sem Baggalútur stjórnaði öllum fréttastofum og sú tilfinning ágerðist verulega í gær.
Það verður gott að komast úr landi um helgina, þótt það verði skammvinn sæla. Kannski ég reyni bara að týna flugmiðanum til baka.
Það verður gott að komast úr landi um helgina, þótt það verði skammvinn sæla. Kannski ég reyni bara að týna flugmiðanum til baka.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)